Jozsef Sza­jer, þing­maður Ung­verja­lands í Evrópu­þinginu hefur sagt af sér em­bætti eftir að hann var gripinn í 25 manna kyn­lífs­veislu í Brussel á föstu­daginn. Þetta kemur fram í The Brussel Times en veislan braut reglur um fjöldatakmarkanir í Brussel.

Á föstu­daginn bárust fregnir af því að lög­reglan í Brussel stöðvaði 25 manna kyn­lífs­veislu í borginni og á meðal gesta hafi verið þing­maður Evrópu­þingsins. Síðar hefur komið í ljós að um­ræddur þing­maður var Sza­jer sem viður­kenndi í dag að hann hafi verið í „einka­sam­kvæmi“ á föstu­daginn.

„Mér þykir leitt að hafa brotið sam­komu­bannið,“ sagði Szajer í yfirlysingu í dag. „Það var ó­á­byrgt af minni hálfu og ég mun sam­þykkja við­eig­andi refsi­að­gerðir.“

Kyn­lífs­veislan átti sér stað í íbúð í Rue des Pi­er­res í hjarta Brussel. Sam­kvæmt heimildum the Brussel Times reyndi Sza­jer að flýja út úr í­búðinni með því að klifra niður frá­rennslis­rör. Hann var síðar hand­samaður og yfir­heyrður af lög­reglunni áður en hún keyrði hann heim.

Allir gestir veislunnar fengu 250 evra sekt fyrir að hafa brotið sam­komu­bannið. Lög­reglan fann einnig fíkni­efni á staðnum.

„Lög­reglan segir að e-tafla hafi fundist á staðnum. Hún er ekki mín og ég veit ekki hver setti hana þarna eða hvernig,“ segir í yfir­lýsingu Sza­jer. „Lög­reglan bað mig um að sýna per­sónu­skil­ríki en ég var ekki með nein per­sónu­skil­ríki á mér en ég til­kynnti þeim að ég væri þing­maður Evrópu­þingsins,“ segir Sza­jer.

Sza­jer sem er hátt­settur með­limur í stjórn­mála­flokki Or­ban Fidesz, for­sætis­ráð­herra Ung­verja­land, sagði af sér um helgina. Í upp­haf­legri yfir­lýsingu sinni sagði hann að það væri vegna þess á­lags sem fylgdi því að vera í pólitík.