Chloe Swar­brick, 25 ára gömul þing­kona í Nýja Sjá­landi, viður­kennir að hún hafi gert marga reiða þegar hún notaði vin­sælt orða­sam­band af sam­fé­lags­miðlum í þing­ræðu sinni um loft­lags­mál í svörum við mið­aldra þing­mann. BBC greinir frá.

Swar­brick svaraði hinum eldri þing­manni með orðunum „OK boo­mer“ eða „allt í lagi, eftir­stríðs­barn“ en um­rætt orða­sam­hengi hefur öðlast miklar vin­sældir á sam­fé­lags­miðlum líkt og Twitter og TikTok undan­farið. Fara þar fremstar í flokki yngri kynslóðir sem pirra sig á svörum hinna eldri við hinum ýmsu málefnum. Svörin hafa reynst afar um­deild og sumir for­dæmt þing­konuna fyrir aldurs­for­dóma.

Í ræðu sinni var Swar­brick að tala um loft­lags­frum­varp Ný­sjá­lendinga sem kveður á um að út­blástur kol­tvíoxíðs verði al­farið hætt í síðasta lagi árið 2050.

„Herra þing­for­seti, hversu margir þjóðar­leið­togar, í hversu marga ára­tugi hafa séð og vitað hvað er að fara að gerast en á­kveðið að það sé þægi­legra að halda því á bak­við luktar dyr. Mín kyn­slóð og kyn­slóðirnar á eftir minni geta ekki leyft sér þann munað,“ sagði Swar­brick meðal annars.

„Árið 2050, verð ég 56 ára gömul. Samt er meðal­aldurinn á þessu þingi 49 ára,“ sagði hún og var hún þá trufluð af þing­manninum, Todd Muller sem sagður er vera efa­semdar­maður hvað varðar loft­lags­mál. „OK boo­mer“ sagði hún þá.

Muller gagn­rýndi hana nokkuð harð­lega á sam­fé­lags­miðlum. Þar sagðist hann velta því fyrir sér hvort hún yrði enn bar­áttu­kona breytinga fyrir þús­aldar­kyn­slóðina árið 2050 þegar hún yrði 2056.