Al­þingi felldi rétt í þessu til­lögu Andrésar Inga Jóns­sonar, þing­manns Pírata, Guð­mundar Andra Thors­sonar, þing­manns Sam­fylkingarinnar og Ingu Sæ­land formanns Flokks fólksins um að Al­þingi komi saman síðar í sumar til að sam­þykkja breytingu á stjórnar­skrá.

Til­lagan var lögð fram sem breytingar­til­laga við til­lögu um sam­þykki til frestunar á fundum Al­þingis sem lögð er fram og sam­þykkt í lok hvers lög­gjafar­þings.

Í til­lögu þremeninganna er lagt til að þing verði kvatt saman að nýju eigi síðar en 12. ágúst 2021 til að lög­festa nýtt breytingar­á­kvæði sem geri mögu­legt að breyta stjórnar­skránni án þing­rofs og undir­striki vald þjóðarinnar sem stjórnar­skrár­gjafa.

Vísað er til til­lögu sem lögð var fram fyrr á kjör­tíma­bilinu um svo­hljóðandi á­kvæði í stjórnar­skrá;:

Þegar Al­þingi hefur sam­þykkt frum­varp til breytinga eða við­auka á stjórnar­skrá þessari skal það borið undir at­kvæði allra kosningar­bærra manna í landinu til sam­þykktar eða synjunar. At­kvæða­greiðslan skal fara fram í fyrsta lagi sex mánuðum og í síðasta lagi níu mánuðum eftir sam­þykkt frum­varpsins á Al­þingi. Sé frum­varpið sam­þykkt með meiri hluta greiddra at­kvæða í þjóðar­at­kvæða­greiðslunni skal það stað­fest af for­seta lýð­veldisins innan tveggja vikna og er þá gild stjórnar­skipunar­lög.

Sem fyrr segir var til­laga um sér­stakan þing­fund um stjórnar­skrána í haust felld.

Stjórnin og Miðflokkur höfnuðu tillögunni

Féllu at­kvæði þannig að stjórnar­meiri­hlutinn auk þing­manna Mið­flokksins felldu til­löguna en þing­menn Pírata, Sam­fylkingarinnar og Flokks fólksins vildu sam­þykkja hana. Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir, for­maður Við­reisnar greiddi ekki at­kvæði.

Al­þingi hefur nú lag­fært ný­sam­þykkt lög um starf­semi stjórn­mála­flokka og er þing­heimur farinn í sumar­frí.