Þing­fund­ir voru sam­tals 94 á því lög­gjaf­ar­þing­i sem nú er yf­ir­stand­and­i og var frest­að þann 16. júní.

Þett­a kem­ur fram í til­kynn­ing­u frá þing­in­u en þar seg­ir að alls hafi þing­fund­ir stað­ið í 550 klukk­u­stund­ir. Með­al­lengd þingfunda var fimm klukk­u­stund­ir og 47 mín­út­ur en lengst­i þing­fund­ur­inn stóð í alls 13 klukk­u­stund­ir og 40 mín­út­ur. Lengst­a um­ræð­an var um fjár­lög 2022 en hún stóð alls í 35 klukk­u­stund­ir og 36 mín­út­ur. Þing­fund­a­dag­ar voru alls 80.

Af 205 frum­vörp­um varð alls 81 að lög­um, 121 var ó­út­rætt, tvö voru köll­uð aft­ur og eitt ekki sam­þykkt. Af 147 þings­á­lykt­un­ar­til­lög­um voru 29 sam­þykkt­ar, 116 til­lög­ur voru ó­út­rædd­ar og tveim­ur var vís­að til rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Alls voru 22 skrif­leg­ar skýrsl­ur lagð­ar fram. Níu beiðn­ir um skýrsl­ur komu fram, þar af sex til ráð­herr­a og þrjár til rík­is­end­ur­skoð­and­a. Þrjár munn­leg­ar skýrsl­ur ráð­herr­a voru flutt­ar.

Fyr­ir­spurn­ir á þing­skjöl­um voru sam­tals 377. Fyr­ir­spurn­ir til munn­legs svars voru 35 og var 30 svar­að en ein köll­uð aft­ur. 342 skrif­leg­ar fyr­ir­spurn­ir voru lagð­ar fram og var 249 þeirr­a svar­að, 93 biðu svars er þing­i var frest­að.

Þing­mál til með­ferð­ar í þing­in­u voru 765 og tala prent­aðr­a þing­skjal­a var 1.402.

Ó­und­ir­bún­ar fyr­ir­spurn­ir til ráð­herr­a voru 200. Sér­stak­ar um­ræð­ur voru 21.

Sam­tals höfð­u ver­ið haldn­ir 374 fund­ir hjá fast­a­nefnd­um þeg­ar þing­fund­um var frest­að 16. júní. Þing­ið var að störf­um frá 23. nóv­emb­er til 28. desember 2021 og frá 17. jan­ú­ar til 16. júní 2022.