Á­frýjunar­dóm­stólar í Skot­landi hafa nú lýst því yfir að á­kvörðun Boris John­son, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, um að gera hlé á þing­setu fram í októ­ber hafi verið ó­lög­mæt. Þetta kemur fram í frétt Guar­dian um málið.

Breska ríkis­stjórnin mun koma til með að á­frýja málinu til hæsta­rétts Bret­lands en nýjasta á­kvörðunin brýtur í bága við á­kvörðun dóm­stóla í Edin­borg í síðustu viku að þing­hléið hafi verið lög­mætt. Dóm­stólar í Edin­borg lýstu því yfir í síðustu viku að það sé ekki í höndum dóm­stóla að á­kveða hve­nær þingið situr.

Mark­miðið að kæfa um­ræðu innan þingsins um Brexit

Málið hófst þegar 75 þing­menn mót­mæltu á­kvörðun for­sætis­ráð­herrans til að gera hlé á þingi fram í októ­ber, þar sem mark­mið hlésins væri að kæfa um­ræðu innan þingsins um Brexit.

Hæsti­réttur Bret­lands hefur nú þegar kallað til neyðar­funds vegna málsins sem fer fram sau­tjánda septem­ber næst­komandi. „Ég hvet for­sætis­ráð­herran að kalla þingið saman sem fyrst til þess að við getum rök­rætt þessa niður­stöðu og á­kveðið hvað gerist næst,“ sagði Keith Star­mer, skugga­ráð­herra Brexit-mála sam­kvæmt frétt Guar­dian.