Páll Péturs­son, fyrr­verandi al­þingis­maður og fé­lags­mála­ráð­herra, lést í gær­morgun á líknar­deild Land­spítalans í Kópa­vogi, 83 ára að aldri, en hann hafði verið að glíma við lang­vinn veikindi. Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Al­þingis, flutti á­varp á Al­þingi í dag þar sem Páls var minnst.

Páll var fyrst kjörinn á Al­þingi sumarið 1974 fyrir Fram­sóknar­flokkinn og sat hann sam­fellt á þingi í 29 ár en hann var aldurs­for­seti þingsins á síðustu árunum. Hann varð for­maður Fram­sóknar­flokksins árið 1980 og starfaði sem slíkur í fjór­tán ár en árið 1995 var hann skipaður fé­lags­mála­ráð­herra.

Glaðlyndur að eðlisfari

Hann gegndi em­bætti fé­lags­mála­ráð­herra í tvö kjör­tíma­bil og lauk þing­mennsku hans árið 2003. Á ráð­herra­árum hans lét hann sig mörg mál varða en meðal þeirra stóru mála sem komust í höfn voru hús­næðis- og vinnu­markaðs­mál, sem og lög­gjöd um fæðingar- og for­eldra­or­lof.

Steingrímur lýsti Páli sem glað­lyndum manni að eðlis­fari sem hafði aflað sér vina þvert á pólitískar línur og hafi notið mikils trausts þegar deilumál komu upp á milli manna og flokka.

Páll Pétursson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra.

Á­varp Stein­gríms í heild sinni má lesa hér fyrir neðan:

Í gær­morgun lést Páll Péturs­son, fyrr­verandi Al­þingis­maður og ráð­herra, á líknar­deild Land­spítalans í Kópa­vogi eftir lang­vinn veikindi, 83 ára gamall. Páll Péturs­son var fæddur á Höllu­stöðum í Blöndu­dal 17. mars 1937. For­eldrar hans voru bænda­hjónin þar, Hulda Páls­dóttir og Pétur Péturs­son. Páll ólst þar upp við al­menn sveita­störf.

Hann lauk stúdents­prófi við Mennta­skólann á Akur­eyri 1957 og hóf þá þegar bú­skap á Höllu­stöðum, svo sem hugur hans stóð til, og bjó þar lengst um meðan sætt var og jafnan kenndur við þann stað. Hann naut bú­starfanna, unni landinu og náttúru þess, hafði yndi af dýrum, einkum sauð­fé og hrossum, og kunni glögg skil á háttum þeirra.

Á æsku­slóðum hans var rík fé­lags­menning og stjórn­mála­á­hugi mikill. Voru frændur hans margir al­þingis­menn og for­ystu­menn í héraði. Þann á­huga erfði hann, varð for­ystu­maður ungra Fram­sóknar­manna í sveitinni, kosinn í hrepps­nefnd, og var valinn til fram­boðs fyrir Fram­sóknar­flokkinn í Norður­lands­kjör­dæmi vestra sumarið 1974, og kjörinn al­þingis­maður þá.

Sat hann sam­fellt á Al­þingi í 29 ár, á 34 lög­gjafar­þingum og var aldurs­for­seti þingsins síðustu árin. Páll Péturs­son lét frá upp­hafi að sér kveða á Al­þingi, var snjall ræðu­maður, og naut vaxandi á­lits og trúnaðar sam­flokks­manna sinna. Hann var for­maður þing­flokks Fram­sóknar­manna 1980 og hafði það starf á hendi í fjór­tán ár.

Vorið 1995 var Páll skipaður fé­lags­mála­ráð­herra og gegndi því em­bætti í full tvö kjör­tíma­bil eða þar til þing­mennsku hans lauk 2003. Páll lét sér löngum land­búnaðar­mál og hag bænda miklu skipta en sinnti jafn­framt vel nefnda­störfum á Al­þingi á mörgum mál­efna­sviðum, vaskur til verka og fylginn sér. Hann var glögg­skyggn, fljótur að setja sig inn í mál og skilaði vel því sem honum var trúað fyrir. Hann hélt góðu sam­bandi við kjós­endur í kjör­dæmi sínu gjör­þekkti þar stað­hætti alla, sögu héraðanna og íbúa þeirra.

Á ráð­herra­árum hans komust mörg stór mál í höfn, m.a. í hús­næðis og vinnu­markaðs­málum, og ekki hvað síst ný merk lög­gjöf um fæðingar- og for­eldra­or­lof. Sem for­maður þing­flokks um ó­venju langan tíma setti Páll mark sitt á þing­starfið og skipu­lag þess. Átti hann ríkan hlut að stjórnar­skrár­breytingunni 1991 þegar deildir þingsins voru af­numdar og Al­þingi voru sett ný þing­sköp með mörgum nýjungum.

Páll var á­huga­samur um nor­rænt og vest­nor­rænt sam­starf og var fyrst kosinn í Ís­lands­deild Norður­landa­ráðs 1980. Tví­vegis varð hann for­seti ráðsins, í fyrra sinn 1985 og svo síðar 1990, ein­mitt þegar víð­sjár voru í al­þjóða­málum og sam­vinna Norður­landa­ráðs við Eystra­salts­ríkin var að hefjast og byggjast upp.

Páll Péturs­son var glað­lyndur að eðlis­fari, hnyttinn í orðum og spaug­samur, en skap­mikill þegar sló í brýnu. Hann var mikill sögu­maður og með bestu hag­yrðingum á þingi og urðu margir kvið­lingar hans fleygir. Páll var lit­ríkur per­sónu­leiki og orðaði oft hlutina um­búða­laust. Í stjórn­mála snerrum gaf hann hvergi hlut sinn, frekar en hann átti kyn til, en það segir nokkuð um mann­kosti hans og heilindi að hann aflaði sér vina þvert á hinar pólitísku línur og naut mikils trausts þegar lenda þurfti erfiðum deilu­málum milli manna og flokka.

Ég bið þing­heim að minnast Páls Péturs­sonar fyrr­verandi al­þingis­manns með því að rísa úr sætum.