Þingfundur sem átti að hefjast klukkan 21:30 í kvöld hefur verið frestað til klukkan 23:00. Búist er við því að hann muni standa fram á nótt.
Þar verður frumvarp ríkisstjórnarinnar til breytinga á sóttvarna-og útlendingalögum tekið til meðferðar. Frumvarpið heimilar stjórnvöldum að skylda farþega frá skilgreindum áhættusvæðum í sóttvarnarhús og banna ónauðsynleg ferðalög frá svæðunum.
Málið er nú til umfjöllunar hjá velferðarnefnd. Stefnt er að því að ljúka annarri og þriðju umræðu um frumvarpið í kvöld. Áður hafa nefndarmenn gefið til kynna að frumvarpið geti tekið breytingum áður en það verður afgreitt úr nefnd.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur áður sagt að hún hafi fulla trú á því að þingið muni styðja frumvarpið. Hún sagðist í samtali við Fréttablaðið binda vonir um að ekki þyrfti að herða aðgerðir frekar innanlands að nýju.
Fylgjast má með umræðunni sem hefst klukkan 23:00 hér: