Þing­fundur sem átti að hefjast klukkan 21:30 í kvöld hefur verið frestað til klukkan 23:00. Búist er við því að hann muni standa fram á nótt.

Þar verður frum­varp ríkis­stjórnarinnar til breytinga á sótt­varna-og út­lendinga­lögum tekið til með­ferðar. Frum­varpið heimilar stjórn­völdum að skylda far­þega frá skil­greindum á­hættu­svæðum í sótt­varnar­hús og banna ó­nauð­syn­leg ferða­lög frá svæðunum.

Málið er nú til um­fjöllunar hjá vel­ferðar­nefnd. Stefnt er að því að ljúka annarri og þriðju um­ræðu um frum­varpið í kvöld. Áður hafa nefndar­menn gefið til kynna að frum­varpið geti tekið breytingum áður en það verður af­greitt úr nefnd.

Svan­dís Svavars­dóttir, heil­brigðis­ráð­herra, hefur áður sagt að hún hafi fulla trú á því að þingið muni styðja frum­varpið. Hún sagðist í sam­tali við Frétta­blaðið binda vonir um að ekki þyrfti að herða að­gerðir frekar innan­lands að nýju.

Fylgjast má með umræðunni sem hefst klukkan 23:00 hér: