Þing­flokkur Sam­fylkingarinnar sendi frá sér yfir­lýsingu í dag þar sem hann for­dæmir harð­lega of­beldis­verk Ísraels­hers gagn­vart Palestínu­mönnum.

Mikil átök hafa verið í Ísrael og Palestínu undan­farna daga og hafa til að mynda 119 manns verið drepnir í loft­á­rásunum Ísraels­manna á Gaza-ströndina, þar af 31 barn. Þing­flokkur Sam­fylkingarinnar harmar mann­fallið og segist einnig harma lát ísraelska borgara, 8 full­orðinna og 2 barna sem látist hafa í eld­flauga­skotum frá Gaza-strönd.

„Loft­á­rásir Ísraels­hers gagn­vart Palestínu­mönnum eru verstu stríðs­á­tök á svæðinu síðan 2014, jafn­vel lengur, og eru skýr og ó­líðandi brot á al­þjóða­lögum og al­þjóða­samningum,“ er meðal þess sem segir í yfir­lýsingunni.

Tala þurfi fyrir tveggja ríkja lausn

Þing­flokkurinn kallar eftir því að á­tökunum linni og hvetur al­þjóða­sam­fé­lagið til að gefa skýr skila­boð um að frið­sam­legar lausnir í deilunni milli Ísraels og Palestínu sé eina lausnin. Þá á­réttar þing­flokkurinn að tala þurfi fyrir tveggja ríkja lausn en Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, tók í svipaðan streng í dag þegar hún sagði:

„Okkar af­staða er skýr, þarna á að vinna að tveggja ríkja lausn. Við erum ekki með lausn á þessu frekar en aðrir en vopnuð átök eru ekki lausnin.“

Þing­menn Sam­fylkingarinnar í utan­ríkis­mála­nefnd Al­þingis kalla eftir því að Guð­laugur Þór Þórðar­son, utan­ríkis­ráð­herra, komi á fund nefndarinnar til að ræða við­brögð ríkis­stjórnar Ís­lands við á­standinu. Guð­laugur Þór sendi frá sér yfir­lýsingu í vikunni þar sem hann biðlaði til „allra hliða“ að hætta að berjast en um­mælin voru gagn­rýnd af Yousef Inga Tamimi, stjórnar­með­limi í fé­laginu Ís­land-Palestína, sem sagði í sam­tali við Frétta­blaðið:

„Að biðja báðar, eða allar hliðar, að sýna stillingu er fyrir mér eins og að biðja þolanda of­beldis um að hætta að verja sig.“

Yfir­lýsing þing­flokks Sam­fylkingarinnar í heild:

Þing­flokkur Sam­fylkingarinnar for­dæmir harð­lega of­beldis­verk Ísraels­hers, eins öflugasta hers í heimi, gagn­vart sak­lausum borgurum Palestínu undan­farna daga þar sem 31 barn og 119 full­orðnir hafa nú verið drepin í loft­á­rásunum. Þing­flokkurinn harmar líka lát ísraelska borgara, 8 full­orðinna og 2 barna sem látist hafa í eld­flauga­skotum frá Gaza-strönd.

Loft­á­rásir Ísraels­hers gagn­vart Palestínu­mönnum eru verstu stríðs­á­tök á svæðinu síðan 2014, jafn­vel lengur, og eru skýr og ó­líðandi brot á al­þjóða­lögum og al­þjóða­samningum. Loft­á­á­rásirnar bætast við ó­lög­legt her­nám Ísraela á Vestur­bakkanum, að­skilnaðar­stefnu ísraelska stjórn­valda­gagn­vart Palestínu­mönnum og of­sóknir og mann­réttinda­brot ísraelskra stjórn­valda gagn­vart Palestínu­mönnum. Því miður virðast nýjustu yfir­lýsingar for­sætis­ráð­herra Ísraels ekki gefa neina von um vilja hans til frið­sam­legra lausna.

Þessum á­tökum verður að linna strax og al­þjóða­sam­fé­lagið verður að gefa skýr og klár skila­boð um að frið­sam­legar lausnir í deilunni milli Ísrael og Palestínu er eina lausnin. Þing­flokkur Sam­fylkingarinnar á­réttar að tveggja ríkja lausnin er sú lausn sem þarf á­vallt að tala fyrir og Ís­land hefur alltaf stutt dyggi­lega enda er það m.a. grunnurinn að skiptingu Jerúsalem­borgar sem ísraelsk stjórn­völd hafa virt að vettugi undan­farin ár.

Þing­menn Sam­fylkingarinnar í utan­ríkis­mála­nefnd Al­þingis hafa kallað eftir að utan­ríkis­ráð­herra Ís­lands komi hið fyrsta á fund nefndarinnar til að ræða við­brögð ríkis­stjórnar Ís­lands við á­standinu.

Ríkis­stjórn Ís­lands verður að vera með af­dráttar­laus skila­boð og taka skýra af­stöðu með sak­lausum borgurum Palestínu sem verða fórnar­lömb ofur­eflis eins sterkasta hernaðar­ríkis heims.

Ís­land á í sér­stöku sam­bandi við Palestínu og var fyrsta vest­ræna ríkið til að viður­kenna sjálf­stæði og full­veldi Palestínu með sam­hljóða sam­þykkt Al­þingis árið 2011. Þing­flokkur Sam­fylkingarinnar hvetur ríkis­stjórn Ís­lands til að senda skýr skila­boð til deilu­aðila um að al­þjóða­lög séu virt og að frið­sam­legum leiðum sé beitt í deilum Ísraels­manna og Palestínu­manna. Hrylli­legir at­burðir undan­farna daga hafa sýnt að nú er nauð­syn sem aldrei fyrr og þar verður rödd Ís­lands að vera skýr en að­gerðir verða líka að fylgja orðum og yfir­lýsingum.