Þing­flokkar Fram­sóknar­flokksins, Vinstri grænna og Sjálf­stæðis­flokksins funda nú í bæði þing­húsinu og í Val­höll. Þar er þing­flokki hvers flokks kynnt ný ráð­herra­efni flokksins.

Tölu­vert hefur verið fjallað um málið í fjöl­miðlum undan­farna daga en þó ekkert stað­fest enn. Greint var frá til­færslu ráðu­neyta á milli flokka í gær en um­hverfis­málin fara frá Vinstri grænum til Sjálf­stæðis­flokksins og sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­málin til Vinstri grænna frá Sjálf­stæðis­flokknum. Ætla má miðað við fyrri ráð­herra­skipan að Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, taki við land­búnaði og sjávar­út­vegs­málum en enn er ó­víst hver innan Sjálf­stæðis­flokks tekur við um­hverfis­málunum.

Nýr þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar nú í Valhöll.
Fréttablaðið/Ernir

Ánægja en óvissa í VG

Þá hefur verið greint frá því að fé­lags­málin flytjist einnig til Vinstri grænna en það er breytt ráðu­neyti þar sem hluti inn­flytj­enda­mála flyst úr dóms­mála­ráðu­neyti yfir í það ráðu­neyti. Leiða má líkum að því að Svan­dís Svavars­dóttir taki við því ráðu­neyti.

Mikil um­ræða fór fram á flokks­ráðs­fundi Vinstri grænna i gær og sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins er mikil á­nægja meðal flokks­manna að flokkurinn taki nú að sér fé­lags­mál og að ör­orku­málin og að land­búnaðar- og sjávar­út­vegs­mál séu komin til flokksins. Á sama tíma ríkir þó­nokkur ó­vissa með það að flokkurinn láti frá sér um­hverfis­málin til Sjálf­stæðis­flokksins.

Frá fundi þingflokks Framsóknar í þinghúsinu í dag.
Fréttablaðið/Eyþór

Framsókn með menntamál og innviði

Þá hefur verið rætt um sér­­stakt mennta­­mála­ráðu­neyti þar sem skóla- og barna­­mál verða í for­grunni en það ráðu­neyti verður enn hjá Fram­­sókn en flokkurinn fær einnig sér­­stakt menningar- og ferða­­mála­ráðu­neyti. Sér­­stakt inn­viða­ráðu­neyti verður einnig í höndum Fram­­sóknar sem fer með hús­­næðis- og skipu­lags­­mál á­­samt sam­göngu-og sveitar­­stjórnar­­málum. Gert er ráð fyrir að for­maður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, muni stjórna því.

Þá er gert ráð fyrir því að dóms­­mála­ráðu­neytið fari aftur inn í innan­­­ríkis­ráðu­neytið og að Sjálf­­stæðis­­menn stýri á­samt utan­­­ríkis­ráðu­neytinu á­­samt hluta at­vinnu­­mála með fyrr­­nefndu há­­skóla og ný­­sköpunar ráðu­neyti.

Alls verður þetta þó kynnt, auk stjórnar­sátt­málans, klukkan 13 á Kjarvals­stöðum í dag.