Kol­beinn Óttars­son Proppé, þing­maður Vinstri hreyfingarinnar græns fram­boðs, ætlar ekki að þiggja sæti á lista flokksins í Suður­kjör­dæmi. Kol­beinn freistaðist þess að leiða listann í for­vali í Suður­kjör­dæmi en gekk ekki vel og endaði í fjórða sæti listans.

Í til­kynningu sem hann birti í morgun á sam­fé­lags­miðlum sínum segir hann að „Eftir tölu­verða yfir­legu um hvað ég ætti að gera, í kjöl­far úr­slita for­valsins í Suður­kjör­dæmi, hef ég á­kveðið að þiggja ekki sæti á lista þar.“

Skorað hefur verið á Kolbein að freista þess að fara fram í sínu kjördæmi en hann er þingmaður Reykjavíkur og var í öðru sæti á eftir Svandísi Svavarsdóttur fyrir síðustu Alþingiskosningar.. Framboðsfrestur fyrir forvalið í Reykjavík rennur á sunnudaginn en forvalið sjálft fer fram 16. til 19. maí.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skipa eins og kunnugt er, 1. sæti á listum flokksins í Reykjavík. Ákveði Kolbeinn að gefa kost á sér í 2. sæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu mun hann etja kappi við þingkonuna Steinunni Þóru Árnadóttur og Daníel E. Arnarson, framkvæmdastjóra Samtakanna 78 sem hafa bæði lýst yfir framboði í 2. sæti á lista í Reykjavík.

Framboðsmál Eftir tölurverða yfirlegu um hvað ég ætti að gera, í kjölfar úrslita forvalsins í Suðurkjördæmi, hef ég...

Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Friday, 23 April 2021