Þjóð­skrá hefur birt gögn um vin­sælustu eigin­nöfn ný­fæddra drengja og stúlkna í fyrra. Hjá drengjum var nafnið Aron vin­sælast og fengu 48 drengir það nafn. Þar á eftir kom Alexander, 37 drengir, og Emil, 32 drengir.

Hjá stúlkum deila tvö nöfn efsta sætinu, Andrea og Emilía. Í fyrra voru 28 stúlkur nefndar með hvoru nafni fyrir sig.

Jón er al­gengasta eigin­nafnið hjá körlum, næst koma eigin­nöfnin Sigurður og svo Guð­mundur.  Af kven­mann­s­nöfnum var Guð­rún al­gengasta eigin­nafnið, þá Anna og svo Kristín sam­kvæmt gögnum frá 15. nóvember. Hér má sjá lista Þjóð­skrár yfir vin­sælustu eigin­nöfnin.