„Nei ekkert fram komið annað en segir í til­kynningunni í morgun,“ segir Grímur Gríms­son, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu um stungu­á­rásina í mið­bænum í nótt.

Tveir karl­­menn voru í nótt hand­­teknir á fimmta tímanum í nótt eftir að hafa stungið mann með egg­vopni, að sögn lög­reglu.

Á­rásin átti sér stað fyrir utan skemmti­staðinn Prikið og er talið að aðilar máls séu allir karl­menn á tví­tugs­aldri.

„Já þetta er bara í rann­sókn, við sjáum bara til hvernig þetta þróast,“ segir Grímur um rann­sókn málsins, en mennirnir verða yfir­heyrðir seinna í dag.

„Maðurinn var fluttur á slysa­deild og er enþá á spítalanum. Þetta voru al­var­legir á­verkar,“ segir Grímur að­spurður um líðan mannsins

Þá segist Grímur ekki hafa neinar upp­lýsingar um hvort á­rásin tengist hnífaárásinni sem átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn 203 í síðasta mánuði.