Mögu­leikinn á annarri ferða­gjöf til lands­manna verður sett í sér­staka skoðun en ríkis­stjórnin ræddi málið á fundi sínum fyrr í dag. „Þetta virkaði og þess vegna erum við að hugsa um að gera þetta aftur,“ sagði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, ferða­mála-, iðnaðar-, og ný­sköpunar­ráð­herra, eftir fundinn í morgun.

Meðal þess sem er verið að skoða er hvort ný gjöf verði í ná­kvæm­lega sömu mynd og sú síðasta, eða hvort það þurfi að breyta ein­hverju. „Út­færslan eins og hún var síðast var bara fín en það er sjálf­sagt að líta til þess hvort það sé ein­hver þjónusta eða af­þreying sem ætti mögu­lega heima þar inni líka,“ sagði Þórdís.

Kynna fyrri ferðagjöfina enn frekar

Þá greindi hún einnig frá því að gildis­tími ferða­gjafarinnar í fyrra verði fram­lengdur. „Við ætlum að fram­lengja annars vegar gildis­tímann ferða­gjafarinnar eins og hún er í dag og setja svo­lítið púður í að kynna það enn frekar,“ segir Þór­dís í sam­tali við Frétta­blaðið um málið en ferða­gjöfin sem gefin var í fyrra mun gilda til lok sumars.

Að­spurð um hvort ferða­gjöfin hafi skilað sér til ferða­þjónustunnar eins og ætlað var segist Þór­dís telja svo vera og vísar til þess að fyrir­tæki í ferða­þjónustunni hafi tekið að­gerðinni fagnandi. „Þetta var náttúru­lega bæði tákn­ræn og raun­veru­leg að­gerð sem skilaði sér í frekari um­svifum.“

Hún bætir þó við að enn eigi rúm­lega helmingur lands­manna eftir að nýta sína gjöf. Hún minnir á að fólk geti enn notað gjöfina eða gefið hana á­fram.