Bjark­ey Olsen Gunnars­dóttir, þingmaður Vinstri grænna og for­maður fjár­laga­nefndar, segir að fundur fjár­laga­nefndar, Jóns Gunnars­sonar dóms­mála­ráð­herra og Land­helgis­gæslunnar um fyrir­hugaða sölu á TF-SIF, einu eftir­lits-og björgunar­flug­vél gæslunnar hafa gengið vel. Hún segir að þetta mál varði öryggi Ís­lendinga og mikil­vægt sé að hlusta á öll sjónar­mið.

„Þetta gekk mjög vel og í sjálfu sér má segja að við erum ein­hverju nær um stöðu Land­helgis­gæslunnar og um þetta ferli. En það breytir því ekki að fjár­laga­nefnd vissi ekki af þessari stöðu þegar hún var að vinna fjár­lögin og með þessum fram­lögum, 600 milljónum, töldum við okkur vera sjá reksturinn ó­breyttan,“ segir Bjark­ey um stöðu mála.

Bjark­ey segir að það sé aug­ljóst að málið hafi verið lengi í ferli innan dóms­mála­ráðu­neytisins.

„Við kvörtuðum kannski að­eins yfir því að dóms­mála­ráðu­neytið hefði ekki komið til okkar og gert okkur grein fyrir þessari stöðu. Þó að ein­hver sam­skipti hefðu átt sér stað þann 18. desember og fjár­laga­frum­varpið sam­þykkt 16. desember, þá var aug­ljóst að þetta var búið að vera í ferli innan ráðu­neytisins lengi, en upp­lýsingarnar voru að týnast inn á löngum tíma,“ segir Bjark­ey.

Bjark­ey segir að dóms­mála­ráð­herra eigi enn eftir að út­skýra hvaða á­hrif salan mun hafa á öryggi Ís­lands og al­þjóð­lega samninga.

„Ég innti dóms­mála­ráð­herra eftir því að það vantar alveg að við sjáum hvernig planið á að líta út og hvaða á­hrif salan á eftir að hafa. Bæði á Shen­gen-sam­starfið, varnir innan­lands og öryggi og annað slíkt. Það liggur ekki fyrir,“ segir Bjark­ey.

„Á meðan það liggur ekki fyrir hvað tekur við og hvernig við vinnum úr stöðunni, þá finnst mér ekki tíma­bært að taka þá á­kvörðun,“ segir Bjark­ey, en að hennar sögn þarf dóms­mála­ráð­herra að sækja um heimild til Al­þingis.

Fjár­laga­nefnd mun funda aftur á mánu­daginn og segir Bjark­ey að aðilar sem salan hefur á­hrif á verði kallaðir á fund.

„Þetta varðar land­helgina okkar og öryggi. Við viljum hlusta á öll sjónar­mið. Það er alveg ljóst að við þurfum að velta þessari stöðu eitt­hvað fyrir okkur og skoða Land­helgis­gæsluna. Við munum funda aftur eftir helgina með öðrum aðilum sem þetta hefur á­hrif á og reynum að mynda okkur ein­hverja skoðun á hvað við viljum gera og hvernig við viljum bregðast við,“ segir Bjark­ey.