Davíð Odds­son rit­stjóri Morgun­blaðsins var launa­hæsti fjöl­miðla­maðurinn í fyrra sam­kvæmt á­lagningar­skrá Ríkis­skatt­stjóra sem lögð var fram í gær.

Davíð var með tæpar 5,5 milljónir í mánaðar­laun sam­kvæmt á­lagningar­skránni og var því með um 65 milljónir í árs­laun.

Haraldur Johannes­sen, annar rit­stjóri Morgun­blaðsins og fram­kvæmda­stjóri Ár­vakurs, út­gáfu­fé­lags Morgun­blaðsins komst einnig á lista yfir launa­hæstu fjöl­miðla­menn. Hann var með 3,3 milljónir á mánuði árið 2021, sem jafn­gildir um 40 milljónir í árs­laun.

Fjöl­miðla­maðurinn og rit­stjóri Viljans, Björn Ingi Hrafns­son var með tæpar 4,3 milljónir í mánaðar­laun í fyrra. Í febrúar á þessu ári lýsti Björn Ingi yfir per­sónu­legu gjald­þroti, en í yfir­lýsingu frá febrúar sagði hann það tengjast fjöl­miðla­rekstri hans síðast­liðin ár.

Fjöl­miðla­konan Lára Ómars­dóttir var í fyrra ráðin sem sam­skipta­stjóri Aztiq Fund, fjár­festinga­fé­lags Róberts Wess­mann og Árna Harðar­sonar. Mánaðar­laun Láru í fyrra námu rúmur tveimur milljónum króna.

Lára var einn reyndasti frétta­maður RÚV en hún hafði unnið á stofnuninni í tólf ár, bæði í fréttum og í sjón­varps­þættinum Kveik svo dæmi séu nefnd.

Hér að neðan má sjá mánaðar­laun tíu hæstu fjöl­miðla­mannanna frá því í fyrra eins og þau eru skráð í á­lagninga­skránna:

  • Davíð Odds­son rit­stjóri Morgun­blaðsins var með 5.453.837 krónur í mánaðar­laun.
  • Björn Ingi Hrafns­son rit­stjóri Viljans var með 4.278.000 krónur í mánaðar­laun.
  • Haraldur Johannes­sen rit­stjóri Morgun­blaðsins og fram­kvæmda­stjóri Ár­vakurs var með 3.300.366 krónur í mánaðar­laun.
  • Logi Berg­mann Eiðs­son út­varps­maður og fyrrum þátta­stjórnandi var með 2.770.599 krónur í mánaðar­laun.
  • Magnús Ragnars­son sjón­varps­stjóri Sjón­varps Símans var með 2.758.125 krónur í mánaðar­laun.
  • Þór­hallur Gunnars­son fram­kvæmda­stjóri miðla hjá Sýn var með 2.187.103 krónur í mánaðar­laun.
  • Lára Ómars­dóttir sam­skipta­stjóri Aztiq Fund og fyrrum frétta­maður hjá RÚV var með 2.119.610 krónur í mánaðar­laun.
  • Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri var með 2.060.258 krónur í mánaðar­laun.
  • Bogi Ágústs­son frétta­maður var með 1.984.879 krónur í mánaðar­laun.
  • Sverrir Heimis­son aug­lýsinga­stjóri Við­skipta­blaðsins var með 1.705.733 krónur í mánaðar­laun.

Frétta­blaðið mun í sam­­starfi við DV birta fréttir úr á­lagningar­skrá Ríkis­skatt­­stjóra í dag og næstu daga.