Hildur Björns­dóttir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík, segist stefna ó­trauð á að hefja form­legar meiri­hluta­við­ræður. Hún segir ýmis sam­töl í gangi á milli odd­vita.

Fram kom í gær að Einar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sóknar­flokksins hyggðist fara hringinn og ræða ó­form­lega við odd­vita allra flokka um mögu­legt meiri­hluta­sam­starf. Hann og Dóra Björt Guð­jóns­dóttir, odd­viti Pírata, funduðu meðal annars.

Þá sagði Hildur í Bítinu á Bylgjunni í gær að Dagur B. Eggerts­son, borgar­stjóri, hefði ekki svarað sím­tölum sínum vegna við­ræðnanna. Að­spurð að því hvort Dagur hafi að endingu svarað sím­tölum hennar, segir Hildur í sam­tali við Frétta­blaðið að hún hafi ekki gert aðrar til­raunir.

„Enda hef ég átt mjög góð sam­töl við aðra síðasta sólar­hringinn og þetta gengur bara sinn vana­gang,“ segir Hildur sem virtist þokka­lega bjart­sýn þegar blaðið náði í hana.

Lítur þetta vel út frá þínum bæjar­dyrum séð?

„Það eru alveg spennandi mögu­leikar á borðinu og eins og ég segi, sam­hljómur á þeim fundum sem haldnir hafa verið. Þannig þetta þokast allt í rétta átt, en auð­vitað allt saman enn­þá á ó­form­legu stigi, en þetta verður til­kynnt, geri ég ráð fyrir þegar við­ræður verða form­legar.“

Áður hafa odd­vitar Sam­fylkingar, Pírata og Við­reisna gefið út að þau gangi saman til við­ræðna. Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir, odd­viti Við­reisnar, hefur þó sagt flokkinn ekki úti­loka neitt.

Píratar hafa úti­lokað sam­starf við Sjálf­stæðis­flokk Hildar, auk Sósíal­ista sem einnig hafa úti­lokað sam­starf við Við­reisn. Kol­brún Baldurs­dóttir, odd­viti Flokks fólksins, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið í gær að enginn hefði rætt við sig þó nokkur sím­töl hefðu átt sér stað.

Meðal meiri­hluta sem rætt hefur verið um er meiri­hluti S, P og B auk C-lista Við­reisnar en hinn meiri­hlutinn sem nefndur hefur verið er meiri­hluti D, B, F og C.

Allskyns samtöl átt sér stað

Býstu við því að þú sért að fara í form­legar við­ræður?

„Ég auð­vitað stefni ó­trauð að því og finnst það eðli­legt, verandi með sterkasta lýð­ræðis­lega um­boðið úr kosningum.“

Hefur Dagur ekki einu sinni reynt að ná í þig?

„Hann er auð­vitað þekktur fyrir að láta ekki ná í sig, þú ættir að þekkja það sem blaða­maður.“

Þannig þið hafið ekkert talað saman?

„Það hafa alls­kyns sam­töl átt sér stað. Við skulum bara segja það.“