Thor Aspelund, prófessor í líf­töl­fræði, til­kynnir á Face­book síðu sinni að spá­líkan fyrir aðra bylgju CO­VID-19 far­aldursins hér á landi sé til­búinn. Það muni skýrast mjög á næstu fjórum dögum hvort grípa þurfi til frekari að­gerða.

Thor út­skýrði reikni­líkanið svo­kallaða á blaða­manna­fundi al­manna­varna þann 26. mars síðast­liðinn. Þá lagði hann á­herslu á að megin­mark­mið stjórn­valda væri að fletja niður kúrvuna. Nú hefur nýtt reikni­líkan verið gert og má sjá það á co­vid.hi.is.

„Co­vid.hi.is hefur verið upp­færð. Vöxturinn virðist hægari núna og kannski náum við þessum smitum niður án þess að fara í frekari höft. Vonandi!“ skrifar Thor.

„Fleiri myndir á co­vid.hi.is þar á meðal smit­stuðullinn frægi. Hann er hár núna eins og síðast svo maður þarf að gæta að sér. Þetta skýrist mjög á næstu 4 dögum. Til hamingju með gleði- og hin­segin daginn öll! Fara var­lega en ekki tapa gleðinni.“

Skjáskot/Covid.hi.is
Skjáskot/Covid.hi.is