Sig­mar Guð­munds­son, þing­maður Við­reisnar, sagði að þing­flokkur hans myndi leggja fram breytingar­til­lögu við sótt­varna­lög þar sem þess er óskað að ráð­herra leggi fram þings­á­lyktunar­til­lögu fyrir þingið til að stað­festa ráð­stafanir sem hann hefur gripið til.

„Þetta erum við að hugsa til þess að þingið hafi að­komu að málum,“ sagði Sig­mar á Al­þingi í dag.

Hann sagði að með þessu fyrir­komu­lagi væri hægt að tryggja að­komu þingsins að á­kvörðunum ríkis­stjórnarinnar sama hvernig þróun far­aldursins verður.

„…ekki bara með sam­tali heldur með því að þingið sé raun­veru­lega að taka á­kvarðanir með þá hæst­virtu ríkis­stjórn hverju sinni þegar kemur að því að tak­marka réttindi fólks vegna far­aldurs sem geisar í sam­fé­laginu,“ sagði Sig­mar.

Hann fór að því loknu yfir stöðuna í dag og nefndi sem dæmi að fyrir hálfu ári var hlut­fall inn­lagna á Land­spítalanum 2.,5 prósent í Delta-bylgjunni en núna er það búið að vera 0,2 prósent í Omíkron-bylgjunni. Við það megi bæta að lík­lega séu marg­falt fleiri að smitast en greinast í PCR prófum og þannig megi gera ráð fyrir því að hlut­fallið sé miklu lægra.

„Þetta nýja af­brigði ger­breytir stöðunni,“ sagði hann.

Willum Þór var á þingi í dag til að ræða sóttvarnir og faraldurinn í sérstakri umræðu.
Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki bara til að létta á spítalanum

Willum Þór Þórs­son, heil­brigðis­ráð­herra, þakkaði fyrir um­ræðuna en sagði það of mikla ein­földun að staðan á spítalanum væri eina á­stæða þess að réttindi fólks væru skert með sam­komu­tak­mörkunum. Þær væru settar til að halda smitum í skefjum.

„Ég vil kannski stilla þessu frekar þannig upp að við hefðum getað haldið sam­fé­laginu betur gangandi en margar aðrar þjóðir í gegnum far­aldurinn fyrir út­sjónar­semi þraut­seigju, út­hald okkar heil­brigðis­kerfis og svo sam­stöðu þjóðarinnar í að verjast veirunni og af því að við höfum öll í sam­fé­laginu þurfti að leggja ýmis­legt á okkur í þessum efnum,“ sagði Willum á þingi í dag og að alltaf væri staðið með heil­brigðis­kerfinu.

Hann sagðist sam­mála Sig­mari að staðan væri gjör­breytt og að þess vegna væri ríkis­stjórnin að kynna af­léttingar­á­ætlun á morgun. Það væri gert á grund­velli upp­lýsinga og stöðunnar hverju sinni en í­trekaði að þegar tak­markanir voru fram­lengdar fyrir um tveimur vikum var það í ó­vissu um fram­haldið og að það hafi gengið vel síðan þá.

Þá sagðist Willum opinn fyrir öllum til­lögum um breytingar á því fyrir­komu­lagi sem nú er um að sótt­varna­læknir sendi ráð­herra til­lögur um tak­markanir og ríkis­stjórn sam­þykki þær en stjórnar­and­staðan hefur í­trekað kallað eftir því að að­koma þingsins sé meiri í þeim efnum.

„Ég er þá segi ég það bara hér, ég er mjög opinn fyrir því og það verður spennandi að sjá hvernig um­ræðan verður bæði um að þau mál sem hafa verið lögð fram hér og hæst­virtur þing­maður vísar í,“ segir Willum og minnti á að það liggi fyrir að lagt verði fram frum­varp um heildar­endur­skoðun á sótt­varna­lögum um mánaða­mótin febrúar og mars.

Á myndinni eru frá vinstri Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins og svo Arndís Anna Gunnarsdóttir, þingkona Pírata.
Fréttablaðið/Anton Brink

„Heil­brigðis­kerfið stóðst ekki prófið“

Ýmsir þing­menn tóku síðan til máls og ýmist lýstu yfir á­hyggjum af fram­tíðar­skipu­lagi, tjáðu sig al­mennt um við­brögð við far­aldrinum og um það sem þing­menn geta lært af þessum far­aldri.

Odd­ný G. Harðar­dóttir, þing­kona Sam­fylkingarinnar, sagði að álag á heil­brigðis­starfs­fólk væri farið að taka sinn toll og að hræðsla væri við aukna kulnun innan stéttarinnar.

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir, þing­kona Við­reisnar, kallaði eftir því að af­léttingar­á­ætlunin sem verður kynnt á morgun verði skýr.

Jóhann Frið­rik Frið­riks­son, þing­maður Fram­sóknar­flokksins, spurði hvort tíma­bært væri að setja á stofn sér­staka Sótt­varna­stofnun því mögu­lega væri þetta ekki síðasti far­aldurinn sem al­heimurinn þarf að takast á við saman.

Helga Vala Helga­dóttir, þing­kona Sam­fylkingarinnar, kallaði í ræðu sinni eftir því að ráð­herra taki vel í breytingar­til­lögu Við­reisnar um að Al­þingi stað­festi breyttar að­gerðir. Hún var þó ekki alveg sam­mála þing­konu Vinstri Grænna, Jó­dísi Skúla­dóttur, um að heil­brigðis­kerfið hefði staðið próf far­aldursins og sagði það bara hafa ráðið við Co­vid og lítið annað.

„Heil­brigðis­kerfið stóðst ekki prófið,“ sagði Helga Vala að lokum og að ríkis­stjórnin hafi fallið prófið.

Arn­dís Anna Gunnars­dóttir, þing­kona Pírata, tók undir á­hyggjur af geð­heil­brigðis­kerfinu og sagði mikil­vægt að læra af far­aldrinum.

„Við eigum að hætta þessari vit­leysu“

Fleiri tóku undir það og lýsti Guð­mundur Ingi Kristins­son, þing­maður Flokks fólksins, yfir á­hyggjum af þeirri stöðu sem tekur við á spítalanum þegar honum lýkur en langir bið­listar hafa myndast á mörgum deildum vegna að­gerða sem fólk hefur ekki komist í.

„Við eigum að hætta þessari vit­leysu,“ sagði Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokksins, og kallaði eftir því að sóttvarnaraðgerðu væri af­létt.

Sig­mar Guð­munds­son, þing­maður Við­reisnar, tók svo aftur til máls undir lok um­ræðunnar og tók undir með Berg­þóri um að skilja ekki orð heil­brigðis­ráð­herra um að það væri of mikil ein­földun að staðan á spítalanum væri eina á­stæða tak­markanna og kallaði eftir frekari út­skýringum á þessum orðum og hvort að hann sé sam­mála Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um að for­sendur séu brostnar fyrir hörðum að­gerðum.

Willum Þór Þórs­son, heil­brigðis­ráð­herra, tók síðastur til máls og sagði það rétt að staðan væri ger­breytt og að þess vegna væri tíma­bært að fara í af­léttingar og benti á að fyrr í vikunni hafi verið létt veru­lega á sótt­kví og smit­gát. Það muni lík­lega leiða til fjölgunar smita.

Hann á­rétti aftur í lokin að hann er opinn fyrir breytingum á fyrir­komu­lagi á því hvernig sótt­varna­að­gerðir eru settar á.

Hægt er að horfa á upp­töku af um­ræðunni hér á vef Al­þingis.