Ís­lenska lands­liðið í knatt­spyrnu er úr leik á Evrópu­mótinu eftir jafn­tefli gegn Frökkum í Rot­her­ham í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafn­tefli. Frakkar fara á­fram í 8-liða úr­slit á­samt Belgum úr okkar riðli.

Ís­­lenska lands­liðið átti sann­kallaða mar­traðar­byrjun í leiknum en strax á fyrstu mínútu komust Frakkar yfir með marki frá Mel­vine Malard.

Ís­land fékk hins vegar víta­spyrnu í upp­bóta­tíma eftir að brotið var á Dag­nýju Brynjars­dóttur innan víta­teigs. Dag­ný steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi og jafnaði þar með leikinn fyrir Ís­land

Því miður náðu ís­­lensku stelpurnar ekki að svara fyrir sig með öðru marki eins og þurft hefði til að komast á­fram úr riðlinum þar sem Belgar unnu sigur á Í­tölum.

Ís­land er því fallið úr leik. Fjöl­margir sendu stelpunum kveðjur á Twitter og þökkuðum þeim fyrir frammi­stöðuna og mótið sjálft.