Ás­mundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, segist ekki ganga of langt þegar kemur að um­ræðum um mál­efni hælis­leit­enda. Þetta kom fram í út­varps­þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar ræddi hann og Albert­ína Frið­björg Elías­dóttir, þing­kona Sam­fylkingarinnar, málin.

„Það stenst engin rök. Ég var með þrjár færslur, þar kom ein­göngu fram svona stuttar fréttir um hvað var mikill fjöldi hælis­leit­enda sem hefðu komið við­komandi helgi. Svo í þriðju færslunni bætti ég því við hver hugsan­legur kostnaður gæti verið,“ segir þing­maðurinn spurður að því hvor hann telji um­mæli sín um mála­flokkinn for­dóma­full. Hann segir um­ræðuna sprottna upp í fjöl­miðlum.

„Ég flutti bara þrjár fréttir og ræddi ekkert mínar skoðanir í því. Þessi um­ræða er búin til af fjöl­miðlum,“ segir Ás­mundur. Hann vísar til Kast­ljós­svið­tal við for­stjóra Land­spítalans frá því í gær sem og til mál lög­reglu­konunnar sem bar barm­merki kennd við ný­nasista sem upp kom í síðustu viku.

„Þetta gengur allt út á það að finna söku­dólginn. Að hengja ein­hvern,“ segir hann. „Mér er sagt að þeim sem til þekkja að þar fari al­gjör­lega frá­bær starfs­maður sem hafi verið í lög­reglunni í tuttugu ár. Og hún er bara tekin af lífi í fjöl­miðlum.“

Í gær kom farþegavél frá Ítalíu en með flugvélinni voru 35 farþegar. Þar af voru 14 hælisleitendur. Mér er sagt að...

Posted by Ásmundur Friðriksson on Sunday, 11 October 2020

Hann segist hafa haldið aftur af sér um að ræða mála­flokkinn síðast­liðin þrjú ár þar sem honum hafi þótt það vera sitt fram­lag til stjórnar­sam­starfsins. Síðan hafi aðrir stjórnar­þing­menn farið að ræða málið.

„Þannig mér fannst nú bara sjálf­sagt að reyna að varpa ljósi á þennan vanda vegna þess að ég hef verið að benda á hvort ekki sé rétt að reyna að koma í veg fyrir þennan inn­flutning núna meðan þessi CO­VID veira er sem mest og mikill þungi er á heil­brigðis­kerfinu og allir þurfa auð­vitað á því að halda þegar þeir koma hingað,“ segir Ás­mundur.

Hann hafi rætt það við þing­flokk sinn, hvers vegna yfir­völd reyni ekki að tak­marka komur hælis­leit­enda hingað til lands eins og hægt er.

„Því það liggur fyrir að stærsti hlutinn af þessum hælis­leit­endum sem hafa verið að koma núna, hafa þegar fengið vernd í öðrum löndum, hafa jafn­vel búið þar árum saman, í löndum Evrópu,“ segir Ás­mundur. „Þeir eru í rauninni bara efna­hags­legir flótta­menn en ekki fólk sem er að flýja illa með­ferð, eða kerfi.“ Hann segir fólk gjarnan henda vega­bréfum sínum á leiðinni.

Hann segist vilja taka á móti fólki sem flýr stríð og aðrar hörmungar. „En fólk sem þegar hefur fengið vernd, í Grikk­landi og fleiri fleiri löndum og flýja þau til að koma hingað í betra efna­hags­líf og heil­brigðis­kerfi. Það er ekki sú skil­greining sem al­þjóða­sam­fé­lagið hefur gefið hælis­leit­endum.“

Segir mál­flutning Ás­munds ekki standast

Albert­ína segir ljóst að mál­flutningur Ás­mundar standist ekki skoðun. Hún segir að tölur þessa árs benda til þess að um­tals­vert færri hælis­leit­endur hafi leitað hingað til lands. Flestir komi frá Venezúela og Íran, sem Ís­land sé skuld­bundið til að veita vernd.

„Það tekur sig enginn upp af ein­hverju gamni. Það yfir­gefur enginn heimili sín í ein­hverju gríni og hvað þá að koma til Ís­lands, þó vissu­lega sé gott að búa hér,“ segir Albert­ína. Hún bendir á að Ás­mundur Einar Daða­son, fé­lags­mála­ráð­herra, hafi bent á að hag­ræn á­hrif flótta­fólks á Ís­landi séu já­kvæð fyrir ís­lenskt sam­fé­lag, sem leggi meira til sam­fé­lagsins en þau þyggja.

Hún segist að­spurð þar eiga við bæði flótta­fólk og hælis­leit­endur. „Það er dýrt fyrir okkur að vera með kerfi sem virkar hægt og er ekki nógu skil­virkt,“ segir Albert­ína. Þing­flokkur Sam­fylkingarinnar hafi lagt fram þings­á­lyktunar­til­lögu sem sam­þykkt var síðast­liðið sumar sem felur í sér að móta stefnu um ein­stak­linga af er­lendum upp­runa sem hefur það að mark­miði að auka gagn­kvæman skilning og þátt­töku á öllum sviðum sam­fé­lagsins.

Að­spurð út í reynslu Svía af mál­efnum hælis­leit­enda segir Albert­ína að hún telji að dekkri mynd sé máluð af stöðunni þar en hún raun­veru­lega sé. „En jú, vissu­lega þurfum við að passaa upp á þegar fólk er að koma, hvaðan sem það er að koma, til dæmis að skapa ekki gettó og að að­stoða fólk viðað verða hluti af sam­fé­laginu. En rann­sóknir og reynslan hér sýna að það hefur gengið vel, svo ég hef ekki á­hyggjur af þessu.“