Lena Sól­lilja er 16 mánaða og átti að byrja á leik­skóla við Naut­hóls­veg í septem­ber en byrjar lík­lega ekki fyrr en í lok októ­ber.

Berg­lind Jóns­dóttir og Hall­dór Ragnars­son for­eldrar hennar segja töfina skapa á­kveðið púslu­spil en að þau séu þó í „nokkuð góðri stöðu“ því pabbinn er í sveigjan­legri vinnu og þau hafa getað leitað að­stoðar hjá ættingjum sem eru komin á eftir­laun.

„En þetta er ansi mikið púsl og auð­vitað tekju­tap,“ segir Berg­lind en fjöl­skyldan var öll mætt í morgun á hústöku­leik­skóla í ráð­húsinu til að mót­mæla úr­ræða­leysi í dag­vistunar­málum.

Lena er ekki hjá dag­mömmu því dag­mamman sem hún átti að fara til fór í nám og eftir að hafa verið lofað plássi í vor af yfir­völdum á­kváðu þau að leita ekki eftir öðru plássi.

„Manni fannst bilið svo stutt sem þurfti að brúa eftir sumar­frí að við á­kváðum að gera það ekki,“ segir Berg­lind og Hall­dór tekur undir það.

„Þetta fór frá því að vera tæpur mánuður í að vera þrír og svo kannski meira,“ segir Hall­dór og að þau skila­boð sem þau hafa fengið um leik­skólann hafi verið afar ó­skýr og alltaf verið að breytast.

Upplýsingagjöf ekki til fyrirmyndar

Þau segja bæði að það hefði verið betra ef að upp­lýsingar hefðu verið að­gengi­legri og skýrari.

„Við fengum bara upp­lýsingar af heima­síðu Reykja­víkur­borgar og höfum sjálf þurft að refresh-a þar til að fá upp­lýsingar. Við fengum engan tölvu­póst eða neitt annað slíkt,“ segir Berg­lind og að það hafi verið mjög ó­þægi­legt og mikil ó­vissa sem hafi fylgt því.

„Upp­lýsinga­gjöfin hefur ekki verið alveg til fyrir­myndar,“ bætir hún við.

Fer til Bretlands til að fá pössun

Berg­lind segir að þau séu þrátt fyrir erfiðið þakk­lát og segir að hún viti til þess að staða margra for­eldra, ein­stæðra og af er­lendum upp­runa sé miklu erfiðari. Hún segir að sam­starfs­kona hennar eigi barn sem sé jafn­gamalt en sé frá Bret­landi og eigi því lítið bak­land hér.

„Hún þarf að fara til Bret­land, fá for­eldra sína til að passa barnið og vera í fjar­vinnu þar til hún fær pláss,“ segir Berg­lind.

Til­lögurnar verða kynntar á eftir. En hvað mynduð þið vilja sjá? Það er til dæmis búið að nefna greiðslur til for­eldra?

„Já, það myndi dekka eitt­hvað ef það væri gert en ég er hæfi­lega bjart­sýn að sjá það gerast því þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Þetta er ekki nýtt vanda­mál en ég veit ekki hvort það komi ein­hverjar lausnir,“ segir Berg­lind.

„Já, það eru lík­lega allir hér að vona að það komi ein­hverjar lausnir sem hjálpi þeim og þau geta nýtt en það þarf meiri kerfis­breytingu. Fæðingar­or­lofið er ár og við vitum alveg af þessu bili. Það er ekki nýtt,“ segir Hall­dór.