Katrín Jakobsdóttir verður áfram forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn og Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, með sjávarútvegs og landbúnaðarmál.
Þetta samþykkti þingflokkur Vinstri grænna með lófataki á fundi í Alþingishúsinu í dag.
Katrín greindi einnig frá því að forseti þingsins falli í skaut Sjálfstæðisflokksins.
Fréttin hefur verið uppfærð.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson er nýr félagsmála og vinnumarkaðsráðherra.
Fréttablaðið/Eyþór