Syst­kinin sex sem erfðu út­gerðar­fé­lagið Vísi í Grinda­vík eftir for­eldra sína skipta nú með sér rúmum tuttugu milljörðum króna sem fást fyrir sölu fé­lagsins til Síldar­vinnslunnar.

Hver um sig fá syst­kin um 3,4 milljarða króna í sinn hlut miðað við markaðs­virði Síldar­vinnslunnar í dag í Kaup­höllinni en hluti verðsins fyrir Vísi er greiddur með hluta­bréfum í Síldar­vinnslunni.

Tekið skal fram að við­skiptin eru háð sam­þykki sam­keppnis­yfir­valda sem hafa málið nú til skoðunar.

For­eldrar syst­kinanna voru Páll Hreinn Páls­son sem lést á árinu 2015, og Margrét Sig­hvats­dóttir sem lést á árinu 2012.

Margrét Páls­dóttir, fædd 6. nóvember 1955. Kennari og kór­stjóri.

Fréttablaðið/Skjáskot

Páll Jóhann Páls­son, fæddur 25. nóvember 1957. Út­gerðar­stjóri hjá Vísi í Grinda­vík.

Fréttablaðið/Pjetur

Pétur Haf­steinn Páls­son, fæddur 6. júlí 1959. Fram­kvæmda­stjóri Vísis í Grinda­vík.

Fréttablaðið/GVA

Kristín Elísa­bet, fædd 25. febrúar 1961. Leik­skóla­kennari í Grinda­vík.

Fréttablaðið/Skjáskot

Svan­hvít Dað­ey Páls­dóttir, fædd 6. desember 1964. Jóga­kennari í Grinda­vík.

Fréttablaðið/Skjáskot

Sól­ný Ingi­björg Páls­dóttir, fædd 29. júní 1970. Ljós­myndari í Grinda­vík.

Fréttablaðið/Skjáskot