Systkinin sex sem erfðu útgerðarfélagið Vísi í Grindavík eftir foreldra sína skipta nú með sér rúmum tuttugu milljörðum króna sem fást fyrir sölu félagsins til Síldarvinnslunnar.
Hver um sig fá systkin um 3,4 milljarða króna í sinn hlut miðað við markaðsvirði Síldarvinnslunnar í dag í Kauphöllinni en hluti verðsins fyrir Vísi er greiddur með hlutabréfum í Síldarvinnslunni.
Tekið skal fram að viðskiptin eru háð samþykki samkeppnisyfirvalda sem hafa málið nú til skoðunar.
Foreldrar systkinanna voru Páll Hreinn Pálsson sem lést á árinu 2015, og Margrét Sighvatsdóttir sem lést á árinu 2012.
Margrét Pálsdóttir, fædd 6. nóvember 1955. Kennari og kórstjóri.

Páll Jóhann Pálsson, fæddur 25. nóvember 1957. Útgerðarstjóri hjá Vísi í Grindavík.

Pétur Hafsteinn Pálsson, fæddur 6. júlí 1959. Framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík.

Kristín Elísabet, fædd 25. febrúar 1961. Leikskólakennari í Grindavík.

Svanhvít Daðey Pálsdóttir, fædd 6. desember 1964. Jógakennari í Grindavík.

Sólný Ingibjörg Pálsdóttir, fædd 29. júní 1970. Ljósmyndari í Grindavík.
