Lilja Alfreðsdóttir hefur birt lista yfir þær gjafir sem hún hefur hlotið í embætti sínu sem menningar- og viðskiptaráðherra á þessu ári.
Gjafirnar sem hún hefur fengið eru fjölbreyttar, en sérstaklega mætti nefna skrautvasa og sjal frá sendiherra Indlands, tvö glös í öskju frá sendiherra Japans, og listaverk úr fiskroði
Þá fékk Lilja gríðarlega margar bækur að gjöf, enda ráðherra menningar. Þá segir í svari til Fréttablaðsins að hún hafi einning fengið fjölmörg boð um að sækja hina ýmsu menningarviðburði.
Listinn yfir gjafir til Lilju nær frá fyrsta febrúar 2022, en þá var nýtt ráðuneyti hennar stofnað.
Listan yfir þær gjafir sem Lilja fékk á þessu ári má lesa hér fyrir neðan:
- Sendiherra Finnlands - Bókin We are the North - 25. febrúar 2022
- Heimilisiðnaðarfélag Íslands - Bókin Faldar og skart - faldbúningurinn og aðrir íslenskir þjóðbúningar eftir Sigrúnu Helgadóttur - 25. febrúar 2022
- Hið íslenska bókmenntafélag - Bókin Íslenskar bókmenntir - saga og samhengi - 8. mars 2022
- Sendiherra Kanada - Bókin Canada C3 - Connecting Candians Coast to Coast to Coast - 25. mars 2022
- Sendiherra Indlands – Skrautvasi - 31. mars 2022
- Þórarinn Eldjárn - Bókin Allt og sumt eftir Þórarinn Eldjárn - 25. apríl 2022
- Halla Helgadóttir - Bókin Um haf innan eftir Helga Guðmundsson - 25. apríl 2022
- Bjartur & Veröld - Bókin Reimleikar eftir Ármann Jakobsson - 9. maí 2022
- Skálholtsrannsóknir og Fornleifastofnun Íslands - Fyrsta bindi bókar um fornleifarannsóknir í Skálholti eftir Gavin Murray Lucas og Mjöll Snæsdóttur - 23. maí 2022
- Þórður Ingi Guðjónsson/Hið íslenska fornritafélag - Sturlunga saga I-III - 30. maí 2022
- Sigríður Snævarr - Bókin Nýttu kraftinn - hugmyndir, ráð og hvatning fyrir atvinnuleitendur og alla þá sem leita sér að nýjum tækifærum eftir Maríu Björk Óskarsdóttur og Sigríði Snævarr - 13. júní 2022
- Sendiherra Japans - Tvö glös í öskju - 20. júní 2022
- Jóhann Sigurðsson - Íslendingasögur - Íslendingaþættir I-V, fimm bindi í öskju - 21. júní 2022
- Hákon Hansson/Breiðdalssetur - Bækurnar Íslensk bókmenntasaga 874-1960 og Hákon Finnsson - frá Brekkum á Rangárvöllum að Borgum í Hornafirði - 12. júlí 2022
- Sverrir Kristinsson - Bókin Pastoral sinfónían eftir André Gide - 20. júlí 2022
- Bryony Matthew - Þrjú eintök af bókinni Tæknitröll og íseldfjöll eftir Bryony Matthew - 17. ágúst 2022
- Gjöf frá nokkrum Siglfirðingum - Bókin Húsin í bænum - 24. ágúst 2022
- Sendiráð Indlands - Sjal og bókin Making of New India - Transformation Under Modi Government - 31. ágúst 2022
- Sendiráð Kína - Bókin Xi Jinping - kínversk stjórnmál I - 17. október 2022
- Pétur Ásgeirsson - Bókin Á norðurslóð - ferðasaga frá Grænlandi eftir Pétur Ásgeirsson og Ásgeir Pétursson - 21. október 2022
- Yrsa Sigurðardóttir - Bókin Gættu þinna handa eftir Yrsu Sigurðardóttur - 31. október 2022
- Sögur útgáfa - Á sporbaug - nýyrði Jónasar Hallgrímssonar eftir Önnu Sigríði Þráinsdóttur og Elínu Elísabetu Einarsdóttur, þrjár bækur og veggspjöld - 1. nóvember 2022
- Guðni Ágústsson - Bókin Flói bernsku minnar eftir Guðna Ágústsson - 4. nóvember 2022
- Formaður þingmálanefndar georgíska þingsins – Skrautplatti - 8. nóvember 2022
- Kerecis - Listaverk úr fiskroði - 10. nóvember 2022
- Knútur Bruun - Bókin Abstrakt geómetría á Íslandi 1950-1960 - 23. nóvember 2022
- Esja forlag - Bækurnar North Korea Naked og Iceland's Travel Guide - Women's History eftir Fjalldísi Ghim og bókin Living in Iceland - Foreigner Survival Guide eftir Fjalldísi Ghim og Hafþór Jóhannsson - 23. nóvember 2022
- Norræna félagið - Bolli, poki og penni - 7. desember 2022
- Sendiherra Kína - Te, vín og dagatal - 12. desember 2022