Guðlaugur Þór Þórðarson hefur birt tvo lista yfir þær gjafir sem hann hefur hlotið í embætti sínu sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á þessu og síðasta ári.

Gjafirnar sem hann hefur fengið á þessu ári eru fjölbreyttar, en sérstaklega mætti nefna sætabrauð, músamottu, nokkur kristalsglös, margar bækur, og skoskt viskí ásamt glasi merktu skoska þinginu.

Þá mætti einnig nefna tebolla, málaðan í tilefni krýningarafmælis Elísabetar Bretadrottningar, en Guðlaugur fékk hann frá breska sendiherranum.

Árið áður fékk Guðlaugur færri gjafir, en flestar þeirra voru áfengi sem hann fékk í jólagjöf frá hinum ýmsu sendiráðum. Þar mætti nefna léttvínsflöskur frá sendiráðum Bandaríkjanna og Kína, vodka frá því rússneska og koníak frá því indverska.

Listi yfir gjafir sem Guðlaugur hefur fengið árið 2022

 • Bókin Landsvirkjun 1965-2005. Gjöf frá Landsvirkjun
 • Gylltur platti með mynd af franska þinghúsinu. Gjöf frá vinahópi frá franska þinginu, 1. mars 2022.
 • Baum Kuchen sætabrauð. Gjöf frá fulltrúum Mitsubishi Corporaton, BP og Simens Energy í Þýskalandi, 25. apríl 2022.
 • Minnisbók, músamotta og taupoki. Gjöf frá nemendum frá Penn háskólanum í Pennsylvaníu, USA, 19. maí 2022.
 • Enskt te. Gjöf frá IIJ, japönsku gagnaverafyrirtæki, 5. júlí 2022.
 • Tebolli málaður í tilefni krýningarafmælis Bretadrottningar. Gjöf frá breska sendiherranum, 15. ágúst 2022.
 • Lítið glerlistaverk. Gjöf frá Dr. Edith Heard frá EMBL, 15. ágúst 2022.
 • Tvö útskorin kristalsglös. Gjöf frá tékkneskum stjórnvöldum í tengslum við fund umhverfisráðherra ESB og EFTA, 13. júlí 2022.
 • Bókin Snæfellsjökull. Gjöf frá þjóðgarðinum Snæfellsjökull, 24. ágúst 2022.
 • Bókin El Teide. Gjöf frá umhverfisráðherra Kanaríeyja og sendinefnd, 5. september 2022.
 • Bókin Water treasures of the Himalayas. Gjöf frá sendiherra Indlands, 27. september 2022.
 • Tvö handblásin kristalsglös sem hönnuð eru af Rony Plesl í tilefni formennsku Tékklands í ESB. Gjöf í tengslum við fund orkumálaráðherra ESB og EFTA, 12. október 2022.
 • Lítil flaska af skosku viskíi og glas merkt skoska þinginu. Gjöf frá skoskri þingnefnd, 15. október 2022.
 • Léttvínsflaska, súkkulaðistykki og myndabók frá Ungverjalandi. Gjöf frá sendiherra Ungverjalands gagnvart Íslandi, 22. nóvember 2022.

Listi yfir gjafir sem Guðlaugur fékk árið 2021

 • Jólastjarna og amarillis blóm. Gjöf frá Bændasamtökum Íslands, desember 2021.
 • Borðdagatal 2022. Gjöf frá Loftmyndum ehf., desember 2021.
 • Dagatal 2022. Jólakveðja frá sendiráði Japans, desember 2021.
 • Léttvínsflaska og konfekt. Jólakveðja frá sendiráði Bandaríkjanna, desember 2021.
 • Vodkaflaska. Jólakveðja frá sendiráði Rússlands, desember 2021.
 • Léttvínsflaska. Jólakveðja frá sendiráði Kanada, desember 2021.
 • Léttvínsflaska, te og dagatal 2022. Jólakveðja frá sendiráði Kína, desember 2021.
 • Koníaksflaska. Jólakveðja frá sendiráði Indlands, desember 2021.