Lilja D. Al­freðs­dóttir, mennta- og menningar­mála­ráð­herra, segist sátt við hertar að­gerðir sem að heil­brigðis­ráð­herra, Svan­dís Svavars­dóttir, kynnti fyrr í dag. Hennar mark­mið sé á­vallt að halda skólunum opnum og menningu og í­þróttum gangandi.

„Það er verið að reyna að ná tökum á þessu og vonumst til þess að smitum fækki. Þetta eru að­gerðir sem er þokka­leg sátt um,“ segir Lilja í sam­tali við Frétta­blaðið.

Þannig þú ert sátt?

„Já, ég er sátt.“

Lilja segir að hennar mark­mið sé á­vallt að vinna að því að halda skólunum opnum og að með þessum að­gerðum sé reynt að gera það.

„Megin­mark­mið mitt er að skólarnir séu opnir og að það sé hægt að stunda menningu og í­þróttir þó að við þurfum að setja upp grímu. Svo lengi sem við getum haldið þessu gangandi, það skiptir mestu máli,“ segir Lilja.

Þannig það er þín von að með þessum að­gerðum þá sé hægt að halda því þannig?

„Já, sjáum það alveg með menninguna og í­þróttir. Við getum líka haldið stóra við­burði með hrað­prófum. Við þurfum að gera þetta,“ segir Lilja að lokum.