Héraðs­dómur hefur frestað máli Neyt­enda­sam­takanna gegn helstu bönkum landsins varðandi lán með breyti­lega vexti þangað til niður­staða liggur fyrir á EFTA dóm­stólnum. For­maður neyt­enda­sam­takanna segir þetta stórt skref.

Neyt­enda­sam­tökin stefndu Arion banka, Lands­bankanum og Ís­lands­banka vegna þess að sam­tökin telja að skil­málar lána með breyti­legum vöxtum séu ó­lög­leg og að á­kvarðanir um vaxta­breytingar séu veru­lega mats­kenndar og byggjast á ó­skýrum skil­málum. Því ekki hægt að sann­reyna hvort þær séu rétt­mætar.

Lög­menn Neyt­enda­sam­takanna óskuðu eftir því að leitað væri ráð­gefandi álit EFTA dóm­stólsins og féllst Héraðs­dómur á þá ósk að hluta, í einu máli af þremur. Málinu hefur því verið frestað hjá héraðs­dóm þar til niður­staða EFTA liggur fyrir, en máls­með­ferðin fyrir EFTA gæti tekið allt að níu mánuði.

„Þetta er stórt skref í þá átt að fá kröfur okkar viður­kenndar, en á undan­förnum árum hafa fallið dómar sem gefa skýrar vís­bendingar um að skil­málarnir séu ó­lög­legir, meðal annars hjá Evrópu­dóm­stólnum. Hann komst að því að ó­skýrir skil­málar og ein­hliða vaxta­breytingar er fyrir­komu­lag sem ekki stenst lög þegar um er að ræða lán til neyt­enda með breyti­legum vöxtum“ segir Breki Karls­son for­maður neyt­enda­sam­takanna.