Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa verið ríkisstjórnin sem krafðist þess að birtur yrði listi yfir kaupendur í Íslandsbanka en Bankasýslan hafi neitað því að veita þær upplýsingar. Tryggt upplýsingafæði og upplýsingamiðlun til almennings var ekki til staðar segir hún um söluna.

„Ég held að við getum öll verið sammála um það, að það hefur ekki gengið eftir,“ segir hún um upplýsingamiðlunina sem átti að vera fyrir söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka en Bankasýsla ríkisins fór með. Ríkisstjórnin hyggst nú leggja fyrir Alþingi að leggja stofnunina niður. Í staðinn á að koma á nýju fyrirkomulagi þar sem Alþingi fær ríkari aðkomu og eftirlitshlutverk, segir í svari Forsætisráðherra.

Aðferðin ný

Tilboðsaðferð sem er þekkt alþjóðlega en hefur ekki verið áður notuð á Íslandi var viðhöfð. „Við getum spurt okkur að því hvort það var nægjanlega staðið að því að kynna þessa aðferð,“ segir Katrín.

„Ég held að það hafi verið skilningur margra að fólk hafi þurft að uppfylla kröfu um að vera hæfur fjárfestir og myndi tryggja að þetta væru stórir fjárfestar.“

Um umsýslu með sölunni segir Katrín: „Ein spurning sem hefur vaknað auðvitað er þessi munur á kaupendur, stórir og litlir saman. Ég held að það hafi verið skilningur margra að það að fólk hafi þurft að uppfylla kröfu um að vera hæfur fjárfestir myndi tryggja að þetta væru stórir fjárfestar en það er eitt af því sem Seðlabankinn, Fjármálaeftirlit bankans er að rannsaka núna“, segir hún um þá hvort farið hafi verið að settum kröfum til fjárfesta og farið hafi verið að lögum.

Útilokar ekki rannsóknarnefnd þingsins

Hún telur ríkisstjórnarsamstarfið standa tryggum fótum en mikil krafa sé innan VG á sig að allt verði upplýst. „Því þetta er stórmál að okkar viti.“ Hún segir ekki hafa verið útilokað að Alþingis setji á fót sérstaka rannsóknarnefnd en eins og er sé Ríkisendurskoðun og Fjármálaeftirlit Seðlabankans að rannsaka.

Pólitíska ábyrgðin felst í lagaumhverfinu, segir katrín um hvar póiltísk ábyrgð liggi þegar nú virðist sem ábyrgðinni sé velt inn í embættismannakerfið, þ.e. á Bankasýsluna. Svonefnd armslengd frá framkvæmdavaldinu er við sölu ríkiseigna sem á að tryggja að ráðherrar hafi ekki beina aðkomu að málum.

„En um leið er kallað eftir pólitískri ábyrgð,“ segir Katrín.

„Það segir mér bara að það þarf að endurskoða þetta fyrirkomulag, Skerpa miklu betur á því, hver er lýðræðisleg aðkoma, bæði yfirstjórn og eftirliti og ákvarðanatöku um sölu og hins vegar þarf að tryggja að þetta sé eins faglegt og hugsast getur“

Óljós skipting ábyrgðar

Ábyrgð Bankasýslunnar er mikil, segir Katrín en svarar ekki því hver pólitísk ábyrgð fjármálaráðherra sé sem er yfirmaður stofnunarinnar. Stutt brot úr viðtalinu er hér að neðan.