Lög­reglan á Vest­fjörðum vekur at­hygli veg­far­enda á heldur leiðin­legri færð, miðað við árs­tíma alla­vega, í skeyti sem hún birti á Face­book-síðu sinni í morgun.

„Góðan daginn gott fólk. Þetta er staðan núna í morguns­árið á Ísa­firði og öruggt er að svo er einnig víðar á Vest­fjörðum. Við hvetjum alla til að fara var­lega og aka í sam­ræmi við að­stæður,“ segir í til­kynningunni.

„Þó svo að í ára­móta­kveðju okkar hafi verið komið inn á fal­lega morgna í maí þá er maí ekki hálfnaður og hægt að búast við ýmsu eins og við flest þekkjum. Þetta kemur allt,“ segir enn fremur.

Í dag má gera ráð fyrir norðan og norð­austan 5-13 metrum á sekúndu og slyddu eða snjó­komu á norður­helmingi landsins, að því er fram kemur á vef Veður­stofu Ís­lands. Sunnan­til verður skýjað með köflum og stöku skúrir, en all­víða rigning eða slydda þar í kvöld.

Á morgun verður víða rigning eða snjó­koma en sunnan heiða léttir til seinni partinn.