„Dan­­mörk varð fyrir grimmi­­legri árás. Nokkrir voru drepnir. Og enn fleiri særðir. Sak­­lausar fjöl­­skyldur sem voru við inn­­kaup eða úti að borða. Börn, ung­lingar og full­orðnir,“ segir í yfir­­­lýsingu sem for­­sætis­ráð­herra Dan­­merkur, Mette Frederik­­sen, gaf út í kvöld vegna skot­á­rásarinnar í verslunar­mið­stöðinni Field's í dag.

„Ég sendi þeim sem misst hafa ást­vini mína dýpstu sam­úð. Til hinna særðu og að­stand­endur þeirra. Og til allra Dana sem voru við­staddir þennan hræði­­lega at­burð,“ segir Frederik­­sen, og hvetur Dani til að standa saman og styðja hvern annan á þessum erfiða tíma.

„Við höfum öll verið rifin á hrotta­­legan hátt út úr bjarta sumrinu sem var ný­byrjað. Þetta er ó­­skiljan­­legt. Sker mann í hjartað. Til­­­gangs­­laust,“ segir Frederik­­sen.