Ágúst Heiðar Ólafs­son, ker­fóðrari hjá Norður­áli, er í fram­boðs­sæti hjá tveimur flokkum fyrir Al­þingis­kosningar í tveimur mis­munandi kjör­dæmum. Flokkarnir eru Frjáls­lyndi lýð­ræðis­flokkurinn og Flokkur fólksins.

Austur­frétt greinir frá málinu og hefur eftir Ágústi að hann hafi þegið sæti hjá Frjáls­lynda lýð­ræðis­flokknum eftir að Guð­mundur Frank­lín, for­maður flokksins hafði sam­band við hann.

„Guð­mundur Frank­lín spurði í mig per­sónu hvort ég hefði á­huga á að taka 14 sæti og ég sagði já. Hann vissi að ég bjó á Akra­nes þannig ég tel það hafi bara verið mann­leg mis­tök að setja mig á lista fyrir Norð­austur­kjör­dæmið,“ segir Ágúst í sam­tali við miðilinn.

Ágúst segist hins­vegar vera með­limur í Flokki fólksins og ætla að vera í fram­boði fyrir þann flokk í Norðvesturkjördæmi. Guð­mundur Frank­lín er ekki hress vegna málsins.

„Þetta er með ó­líkindum. Þetta er enn eitt skemmdar­verkið frá Flokki fólksins,“ segir Guð­mundur. Sonur hans ætlar að hlaupa í skarðið á lista flokksins í Norð­austur­kjör­dæmi.