Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, segir eld­flaug sem varð tveimur að bana innan landa­mærum Pól­lands í gær ekki vera Úkraínu að kenna, þrátt fyrir að lík­legast sé að eld­flaugin hafi komið frá loft­varnar­kerfi landsins. Hann sagði Rússa bera á­byrgð vegna stríðsins sem þeir hófu í Úkraínu.

„Höfum eitt á hreinu, þetta er ekki Úkraínu að kenna. Rússar bera endan­lega á­byrgð þegar þeir halda á­fram ó­lög­legu stríði sínu gegn Úkraínu,“ sagði Stol­ten­berg, en hann hélt blaða­manna­fund eftir neyðar­fund NATO sem Pól­land kallaði eftir.

Á blaða­manna­fundinum sagði hann rann­sókn á málinu vera hafna og niður­stöðu hennar verði beðið áður en frekari á­kvarðanir verði teknar. Þá sagði Stol­ten­berg ekki benda til þess að eld­flaugarnar hafi verið hluti af viljandi árás.

„Það er ekkert sem bendir til þess að Rússar séu að undir­búa hernaðar­að­gerðir gegn NATO,“ sagði Stol­ten­berg. Hann kallaði eftir því að Rússar hættu þessu „til­gangs­lausa stríði.“

Aðildar­ríki vottuðu Pól­landi sam­úðar­kveðjur á neyðarfundinum vegna mannfallsins sem varð í kjöl­far þess að eldflaugin lenti í Póllandi, en tveir létu lífið. Aðildar­ríki lýstu þá yfir ein­dreginni sam­stöðu sinni með Pól­landi og tekið var fram að á­fram verður stutt Úkraínu í sjálfs­vörn gegn Rúss­landi.

NATO hefur veru aukið við­veru her­liða í Austur-Evrópu í kjöl­far sprengingarinnar í gær. Fleiri her­menn og stórt loft- og flota­lið var sent til austur­hluta Evrópu.