Barack Obama, fyrr­verandi for­seti Banda­ríkjanna rifjaði upp gamla takta þegar hann kom fram á kosninga­fundi fyrir hönd Joe Biden og Kamölu Har­ris í Fíla­delfíu í gær. Þar fór hann hörðum orðum um Donald Trump, nú­verandi for­seta.

„Getið þið í­myndað ykkur ef ég hefði átt leyni­legan kín­verskan banka­reikning þegar ég bauð mig fram aftur?“ sagði for­setinn meðal annars í ræðu sinni sem sjá má hér að neðan. „Haldiði ekki að Fox News hefðu haft smá á­hyggjur af því? Þeir hefðu kallað mig Peking Barry.“

Þá fór Obama hörðum orðum um á­kvarðanir for­setans vegna heims­far­aldursins. Hann sakaði for­setann um að höndla em­bættið líkt og um væri að ræða raun­veru­leika­þátt.

„En málið er að þetta er ekki raun­veru­leika­þáttur. Þetta er raun­veru­leikinn. Og við hin þurfum að lifa með af­leiðingum þess að hann getur ekki tekið starfið al­var­lega,“ sagði fyrr­verandi for­setinn. Hann lagði hart að banda­rísku þjóðinni að kjósa.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Obama heim­sækir Fíla­delfíu­borg í að­draganda kosninganna 2020. Þar var hann einnig á lands­fundi Demó­krata fyrr á þessu ári. Penn­syl­vanía skiptir Demó­krata sköpum í að vinna kosninga­sigur en Trump fékk tæpan meiri­hluta þar árið 2016 og því alla kjör­menn ríkisins.