Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir af­léttingu tak­markanna vera al­gjör­lega í sam­ræmi við hans ráð­leggingar. „Þetta er bara eðli­legt fram­hald af því sem við höfum verið að gera,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið.

„Við höfum verið að sigla að þessu marki hægt og bítandi,“ segir Þór­ólfur. Hann segir af­léttingar hafa átt sér stað á réttum hraða. „Við höfum allan tímann byggt á þeirri reynslu og þeim gögnum sem við höfum safnað og reynt að byggja ekki á ein­hverri til­finninga­semi eða þrýstingi frá ein­hverjum.“

Þrátt fyrir af­léttingar þarf fólk áfram að passa sig, segir Þórólfur. „Því Co­vid er ekki búið, Co­vid er enn þá úti bara í löndunum í kringum okkur. Þó við höfum náð þessum góða árangri þurfum við passa okkur á­fram,“ segir hann.

Þór­ólfur vonast til að per­sónu­legar sótt­varnir muni duga til að halda veirunni í skefjum. „Það er það sem skiptir öllu máli og vonandi þurfa yfir­völd ekki að koma inn með ein­hverjar svona í­þyngjandi að­gerðir, vonandi mun það duga,“ segir hann.