Donald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur heitið því að senda fleiri al­ríkis­lög­reglu­menn inn í borgir þar sem mikið er um glæpi en Trump hafði áður sent lög­reglu­menn til Port­land, á­kvörðun sem margir gagn­rýndu harð­lega. Að því er kemur fram í frétt BBC um málið verða lög­reglu­mennirnir sendir til þriggja borga þar sem Demó­kratar fara með völd.

Líkt og áður hefur komið fram hafa fjöl­menn mót­mæli staðið yfir víðs vegar um Banda­ríkin í kjöl­far dauða Geor­ge Floyd, sem var í maí myrtur af lög­reglu við hand­töku, en mót­mælendur berjast gegn lög­reglu­of­beldi og kyn­þátta­mis­munun. Flest mót­mælin hafa farið frið­sam­lega fram en Trump hefur á­sakað Demó­krata um að beita sér ekki gegn of­beldi og stjórn­leysi sem ríkir í sumum borgum.

„Þessar síðustu vikur hefur hreyfing farið af stað um draga til baka fjár­magn, að rífa í sundur, og að leysa upp lög­reglu­deildir okkar. Öfga­stjórn­mála­menn hafa tekið þátt í þessari kross­ferð gegn lög­reglunni og miskunnar­laust lastað hetjur okkar innan lög­reglunnar,“ sagði Trump á blaða­manna­fundi í gær.

Gífurleg aukning ofbeldisfullra glæpa

Þá bætti Trump við að þessar að­gerðir hafi leitt til „ó­trú­legrar sprengingar í skot­á­rásum, morðum og sví­virði­legra glæpa og of­beldis,“ og greindi þá frá því að hann komi til með að senda fleiri al­ríkis­lög­reglu­menn til borga þar sem stjórn­leysi ríkir. „Þessum blóðs­út­hellingum verður að ljúka. Þessum blóðs­út­hellingum mun ljúka,“ bætti hann við.

Dóms­mála­ráð­herra Banda­ríkjanna, Willi­am Barr, greindi frá því á fundinum í gær að um 200 lög­reglu­menn hafi verið sendir til Kansas City í Mis­souri og að sam­bæri­legur fjöldi yrði sendur til Chi­cago og Al­buqu­erqu­e í Nýju-Mexíkó á næstunni. Gífur­leg aukning hefur verið í of­beldis­fullum glæpum í þeim borgum upp á síð­kastið.