Er fram líða stundir verður Co­vid-19 smit líkt og kvef eða flensan. Þetta segja veiru- og far­sótta­fræðingar sem Wall Street Journal ræddi við í um­fangs­mikilli út­tekt á fram­tíð Co­vid-far­aldursins. Enn er þó langt í land og Delta-af­brigðið er mikil hindrun.

Nú þegar 20 mánuðir eru síðan að far­aldurinn hófst hafa margir leitt hugann að því hvernig takast eigi á við hann til fram­búðar. Ekki er lengur talið að út­rýma megi veirunni og bar­áttan er orðin löng og erfið. Delta-af­brigðið hefur gert út um hug­myndir um út­rýmingu og breitt hratt úr sér víða um heim, jafn­vel í löndum þar sem tekist hafði vel að stöðva fram­göngu far­aldursins líkt og Ástralíu.

Búið er að full­bólu­setja um 2,3 milljarða af 7,8 milljörðum jarðar­búa sam­kvæmt Our World in Data. Talið er að fjöldi þeirra sem smitast á heims­vísu sé í mesta lagi um 1,1 milljarður.

„Þessi vírus yfir­gefur okkur aldrei,“ segir C­at­herine O'Neal, yfir­maður lækninga á sjúkra­húsi í Baton Rou­ge í Lou­isiana-ríki í Banda­ríkjunum. Þar er far­aldurinn í mikilli sókn og margir enn óbólu­settir. Líkurnar á að óbólu­settir smitist aukast eftir því sem fleiri eru bólu­settir, veiran leitar í þá sem eru út­settir fyrir smiti segir Angela Rasmus­sen, veiru­fræðingur við há­skólann í Saskatchewan í Kanada.

„Fólk verður út­sett fyrir smiti með einum eða öðrum hætti,“ segir hún og bólu­setning sé lykil­at­riðið til að draga úr al­var­leika veikinda og hindra frekari stökk­breytingar.

Co­vid-sjúk­lingur les Biblíuna á gjör­gæslu­deild í Ke­nýa.
Fréttablaðið/EPA

Upp­ræting úr sögunni

Vísinda­fólk um allan heim fylgist grant með því hvort að Co­vid stökk­breytist enn frekar og af­brigði sem erfiðara er að ráða við en Delta láti á sér kræla. Enginn heldur lengur í þá von að upp­ræta megi veiruna en margir sér­fræðingar telja að hún verði eins og flensa eða kvef, við­varandi sjúk­dómur sem fáir þurfi að leggjast inn vegna og dragi færri til dauða en nú er. Hugsan­lega þurfi reglu­legar bólu­setningar til að stemma stigu við Co­vid.

Hvort eða hve­nær Co­vid verði við­varandi sjúk­dómur líkt og flensa eða kvef veltur á því hve margir verði bólu­settir og hve hratt segir Dr. Adol­fo Garcia-Sastre hjá Ichan School of Medicine við Mount Sinai spítalann í New York. Til þess að Co­vid verði ekki jafn al­var­legt vanda­mál þurfa flestir ein­hvers skonar vernd, annað hvort með því að smitast eða með bólu­setningu. Væn­legra er að bólu­setja þar sem það gagnast mjög gegn al­var­legum veikindum, inn­lögnum, dauða og frekari dreifingu veirunnar. Stökk­breyting veirunnar gæti þó sett allt þetta í upp­nám.

„Því fleiri sem eru bólu­sett, því færri vanda­mál fylgja,“ segir Dr. Garcia-Sastre.

Dr. Abdool Ka­rim, sem fer fyrir rann­sóknar­stöð sem kannar hugsan­legar stökk­breytingar Co­vid, telur að veiran muni ná stöðug­leika að lokum og breytast einungis lítil­lega eftir það. Því gætu fylgt tvö eða þrjú ár þar sem ný af­brigði koma fram, með til­heyrandi kappi við að endur­bólu­setja gegn Co­vid. „Þetta er stöðugt kapp­hlaup,“ segir hann.

Bólu­sett við Co­vid-19 í Kirgistan.
Fréttablaðið/EPA