Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði en staðan var auglýst á dögunum. Fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, Aldís Hafsteinsdóttir, hefur tekið við stöðu bæjarstjóra í Hrunamannahreppi.

Greint var frá því í gær að Aldís fái 1.780.000 krónur í mánaðarlaun hjá nýju sveitarfélagi en samkvæmt ráðningarsamningi hennar við Hveragerðisbæ árið 2018 voru mánaðarlaun hennar 1.450.000 krónur.

Listi umsækjenda um bæjarstjórastöðu Hveragerðisbæjar var birtur á vef bæjarins í dag en meðal umsækjenda eru Glúmur Baldvinsson, fyrrum frambjóðandi lýðræðisflokksins en hann sótti meðal annars um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ, Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður og borgarfulltrúi, og Karl Gauti Hjaltason, fyrrum þingmaður Miðflokksins en hann missti þingsæti sitt sem jöfnunarþingmaður eftir talningaklúðrið í Borgarnesi eftir síðustu Alþingiskosningar.

Eftirfarandi aðilar sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði:

 • Ágúst Örlaugur Magnússon - Vaktstjóri
 • Geir Sveinsson - Sjálfstætt starfandi
 • Glúmur Baldvinsson - Sjálfstætt starfandi
 • Jón Aron Sigmundsson - Sjálfstætt starfandi
 • Karl Gauti Hjaltason - Fyrrverandi þingmaður
 • Karl Óttar Pétursson - Lögmaður
 • Kolbrún Hrafnkelsdóttir - Forstjóri
 • Konráð Gylfason - Framkvæmdastjóri
 • Kristinn Óðinsson - CFO
 • Lína Björg Tryggvadóttir - Skrifstofustjóri
 • Magnús Björgvin Jóhannesson - Framkvæmdastjóri
 • Matthildur Ásmundardóttir - Fyrrverandi bæjarstjóri
 • Sigurður Erlingsson - Stjórnarformaður
 • Sigurgeir Snorri Gunnarsson - Eftirlaunaþegi
 • Valdimar O. Hermannsson - Fyrrverandi sveitarstjóri
 • Vigdís Hauksdóttir - Fyrrverandi borgarfulltrúi
 • Þorsteinn Þorsteinsson - Deildarstjóri
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir - Fyrrverandi sveitarstjóri
 • Þröstur Óskarsson - Sérfræðingur