Ár­mann Höskulds­son, jarð­skjálfta­fræðingur segir stað­setningu nýs eld­goss í Merar­dölum virki­lega góða. Gosið verði lík­lega svipað og hið gamla.

„Þessi upp­tök þýða það sama og í fyrra. Það mun gjósa í ró­leg­heitunum þarna, mögu­lega ein­hverja mánuði eða skemur,“ segir Ár­mann í sam­tali við Frétta­blaðið. Eins og al­þjóð veit hófst gos fyrir skemmstu.

Al­manna­varnir funda nú vegna málsins og þá eru vísinda­menn á leið á svæðið að kanna það. Veður­stofan segir gas koma upp frá gosinu.

Ár­mann segir ekkert að óttast. „Þetta er í Merar­dölum, það þarf að byrja á að fylla dalinn áður en skapast hætta af hrauni.“

Erfitt er að segja til um lengd gos­sprungunnar en hún er ekki löng að mati Ár­manns, 300-400 metrar.

„Þessi stað­seting gæti ekki verið betri. Þetta er ofan í dal­verpi, fólk getur staðið þarna á hólum í kring og gónað að vild.“