Tugir sóttu um em­bætti for­seta­ritara en staðan var aug­lýst í nóvember á síðasta ári. Gert var ráð fyrir því að nýr for­seta­ritari taki við em­bættinu í byrjun mars á þessu ári.

Meðal um­sækj­enda eru Anna Sig­rún Baldurs­dóttir sem nú er að­stoðar­maður for­stjóra Land­spítalans, Kristján Guy Bur­gess er fyrr­verandi að­stoðar­maður ráð­herra og eigin­maður þing­konu Sam­fylkingarinnar Rósu Bjarkar Brynjólfs­dóttur, Davíð Stefáns­son sem er fyrr­verandi rit­stjóri Frétta­blaðsins, Margrét Hall­gríms­dóttir þjóð­minja­vörður, Margrét Hauks­dóttir sem nú er for­stjóri Þjóð­skrár, Rósa Guð­rún Er­lings­dóttir upp­lýsinga­full­trúi og sér­fræðingur í for­sætis­ráðu­neytinu, Sól­veig Berg­mann sem er upp­lýsinga­full­trúi Norður­áls og Glúmur Bald­vins­son, sonur Jóns Bald­vins Hannibals­sonar fyrr­verandi ráð­herra.

Starfar undir yfirstjórn forsetans

Í starfs­lýsingu sem deilt var þegar em­bættið var aug­lýst kom fram að for­seta­ritari starfi undir yfir­stjórn for­seta og stýri fjár­málum, mann­auði og dag­legum störfum á skrif­stofu for­seta og Bessa­stöðum. Þá annast for­seta­ritari fyrir hönd em­bættisins sam­skipti við Al­þingi, ráðu­neyti, fjöl­miðla og sendi­herra er­lendra ríkja gagn­vart Ís­landi.

Hér að neðan má sjá lista allra um­sækj­enda:

Agnar Kofoed-Han­sen, Andrés Péturs­son, Anna Sig­rún Baldurs­dóttir, Auð­björg Ólafs­dóttir, Auður Ó­lína Svavars­dóttir, Ás­geir B. Torfa­son, Ás­geir Sig­fús­son, Ásta Magnús­dóttir, Ásta Sól Kristjáns­dóttir, Berg­dís Ellerts­dóttir, Birgir Hrafn Búa­son, Birna Lárus­dóttir, Björg Er­lings­dóttir, Dag­finnur Svein­björns­son, Davíð Freyr Þórunnar­son, Davíð Stefáns­son, Finnur Þ. Gunn­þórs­son, Gísli Ólafs­son, Gísli Tryggva­son, Glúmur Bald­vins­son, Guð­fríður Lilja Grétars­dóttir, Guð­jón Rúnars­son, Guð­ný Kára­dóttir, Guð­rún Björk Bjarna­dóttir, Guð­rún E. Sigurðar­dóttir, Gunnar Þorri Þor­leifs­son, Gunnar Þór Péturs­son, Hanna Guð­finna Bene­dikts­dóttir, Hans F.H. Guð­munds­son, Hildur Hörn Daða­dóttir, Hreinn Páls­son, Ingi­björg Ólafs­dóttir, Jóhann Bene­dikts­son, Jóhanna Bryn­dís Bjarna­dóttir, Jörundur Kristjáns­son, Kristján Guy Bur­gess, Lilja Sig­rún Sig­mars­dóttir, Magnús K. Hannes­son, Margrét Hall­gríms­dóttir, Margrét Hauks­dóttir, Matthías Ólafs­son, Monika Wa­leszczynska, Nína Björk Jóns­dóttir, Pétur G. Thor­steins­son, Rósa Guð­rún Er­lings­dóttir, Salvör Sig­ríður Jóns­dóttir, Sif Gunnars­dóttir, Sig­ríður Helga Sverris­dóttir, Sig­rún Lilja Guð­bjarts­dóttir, Sigurður Nor­dal, Sigur­jón Sigur­jóns­son, Sigur­jóna Sverris­dóttir, Sól­veig Kr. Berg­mann, Stefán Vil­bergs­son, Steinar Al­mars­son, Urður Gunnars­dóttir, Valdimar Björns­son, Þor­geir Páls­son, Þor­valdur Víðis­son og Þóra Ingólfs­dóttir.

Listinn er aðgengilegur hér á heimasíðu Forsetans.