Sjö um­sóknir bárust um em­bætti ríkis­lög­reglu­stjóra sem aug­lýst var laus til um­sóknar. Um­sóknar­frestur rann út 10. janúar og sóttu eftir­taldir um em­bættið:

Arnar Ágústs­son, öryggis­vörður

Grímur Gríms­son, tengsla­full­trúi Ís­lands hjá Europol

Halla Berg­þóra Björns­dóttir, lög­reglu­stjóri á Norður­landi Eystra

Kristín Jóhannes­dóttir, lög­fræðingur

Logi Kjartans­son, lög­fræðingur

Páll Win­kel, fangelsis­mála­stjóri

Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir, lög­reglu­stjóri á Höfuð­borgar­svæðinu

Em­bætti ríkis­lög­reglu­stjóra var aug­lýst laust til um­sóknar eftir að Haraldur Johanes­sen sagði starfi sínu lausi í byrjun desember. Nokkur styr hafði staðið um Harald eftir um­deilt við­tal við hann birtist í Morgun­blaðinu, en einnig höfðu allir lög­reglu­stjórar á landinu nema einn, lýst yfir van­trausti á Harald.

Öryggis­vörður á meðal um­sækj­enda

Frétta­blaðið greindi frá því í morgun að Grímur Gríms­son, tengsla­full­trúi Ís­lands hjá Europol, hefði sótt um em­bættið en auk þess hafði verið greint frá því að Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir, lög­reglu­stjóri á höfuð­borgar­svæðinu, Halla Berg­þóra Björns­dóttir, lög­reglu­stjóri á norður­landi eystra og Páll Win­kel, fangelsis­mála­stjóri, hefðu sótt um.

Í sam­tali við Frétta­blaðið í morgun sagði Grímur Gríms­son að hann sæktist eftir starfinu þar sem hann vildi láta reyna á á­kvæði um hæfis­skil­yrði en sam­kvæmt lög­reglu­lögum skal um­sækjandi um em­bætti ríkis­lög­reglu­stjóra vera með lög­fræði­próf eða jafn­gilt há­skóla­próf.

Hann virðist ekki vera sá eini sem vill láta reyna á um­rætt skil­yrði, en á meðal um­sækj­enda er einn öryggis­vörður.

Þá vekur einnig at­hygli að á meðal um­sækj­enda er Kristín Jóhannes­dóttir, lög­fræðingur, en hún var á árum áður fram­kvæmda­stjóri fjár­festinga­fé­lagsins Gaums.