Um 50 manna sendi­nefnd frá Ís­landi sækir lofts­lags­ráð­stefnu Sam­einuðu þjóðanna COP-26 sem hefst í Glas­gow á sunnu­­daginn.

Fyrir hönd ríkis­stjórnarinnar fara 19-20 manns, þar af að minnsta kosti tveir ráð­herrar. Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra og Guð­mundur Ingi Guð­brands­son um­hverfis­ráð­herra. Ekki hefur fengist stað­fest hvort Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra, fari einnig.

Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri verður á COP-26, Hall­dór Þor­geirs­son, for­maður Lofts­lags­ráðs, Árni Finns­son, frá Náttúru­verndar­sam­tökum Ís­lands, og Tinna Hall­gríms­dóttir, for­maður Ungra um­hverfis­sinna, svo dæmi séu tekin. Þá verða í hópnum full­trúar líf­eyris­sjóða, Car­b­fix, Græn­vangs og fleiri fyrir­tækja og hag­aðila.

„Ís­land á mikið undir því að Glas­gow-þingið standi undir væntingum,“ segir Hall­dór Þor­geirs­son, for­maður Lofts­lags­ráðs, um fjölda þeirra sem verða í ís­lensku sendi­nefndinni.

„Við þurfum að leggja okkar af mörkum á staðnum bæði á form­legum vett­vangi full­trúa ríkja og í ó­form­legu sam­ráði hag­aðila og fag­fólks um eðli vandans og leiðir til að bregðast við,“ segir Hall­dór.