Hildur Björns­dóttir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins, segir að niður­stöður könnunar sem Prósent fram­kvæmdi fyrir Frétta­blaðið séu ekki í sam­ræmi við upp­lifun þeirra af sam­tölum þeirra við kjós­endur í borginni.

Sam­kvæmt niður­stöðum könnunarinnar tapar flokkurinn fjórum full­trúum af átta og fær að­eins 16,2 prósent at­kvæða með vik­mörkum upp á 2,6 prósent. . Í síðustu kosningum fengu þau um 30 prósent at­kvæða.

Í svari til Frétta­blaðsins segir Hildur að kosningarnar muni snúast um það hvort fólk vilji sjá breytingar í borginni „eða meira af því sama“.

„Fyrir þá sem vilja nýja for­ystu, bætta þjónustu og breyttar á­herslur er Sjálf­stæðis­flokkurinn eini val­kosturinn. Sjáum hvað kemur upp úr kjör­kössunum á laugar­dag. Spyrjum að leiks­lokum,“ segir Hildur.

Sam­kvæmt niður­stöðum könnunarinnar bætir meiri­hlutinn við sig og eru Píratar nú annars stærsti flokkurinn á eftir Sam­fylkingunni.