Tólf ein­staklingar hafa gefið kost á sér í em­bætti ríkis­endur­skoðanda sem stendur til að kjósa um miðjan maí. Nöfn þeirra sem gefa kost á sér hafa verið birt á vef Al­þingis.

Ás­geir Brynjar Torfa­son, PhD í reiknings­skilum,

Birgir Finn­boga­son, lög­giltur endur­skoðandi,

Davíð Ólafur Ingi­mars­son, stjórn­sýslu­fræðingur,

Ei­ríkur Einars­son, við­skipta­fræðingur,

Guð­mundur Björg­vin Helga­son, stjórn­mála­fræðingur,

Guð­rún Torf­hildur Gísla­dóttir, lög­giltur endur­skoðandi,

Jón Arnar Baldurs, lög­giltur endur­skoðandi,

Jón H. Sigurðs­son, lög­giltur endur­skoðandi,

Jón Magnús­son, við­skipta­fræðingur,

Krist­rún Helga Ingólfs­dóttir, lög­giltur endur­skoðandi,

Páll Grétar Stein­gríms­son, lög­giltur endur­skoðandi og

Sigurður H. Helga­son, stjórn­sýslu­fræðingur.

Óheppilegur tími kjörsins

Það hefur sætt tölu­verðri gagn­rýni að Ríkis­endur­skoðun hafi verið falið að rann­saka sölu á hlut ríkisins í Ís­lands­banka, ekki síst í ljósi þess að Al­þingi mun kjósa nýjan ríkis­endur­skoðanda meðan á þeirri rann­sókn stendur.

Í til­kynningu um ferlið á vef þingsins kemur fram að for­sætis­nefnd undir­búi kjör ríkis­endur­skoðanda og að hún hafi valið undir­nefnd til þess verk­efnis. Í henni sitja Birgir Ár­manns­son, for­seti Al­þingis, Odd­ný G. Harðar­dóttir, 1. vara­for­seti, og Líneik Anna Sæ­vars­dóttir, 2. vara­for­seti.

Undir­nefndin hefur gengið frá skipan ráð­gjafar­nefndar sem á að vera undir­nefndinni til að­stoðar við að gera til­lögu til for­sætis­nefndar um ein­stak­ling sem for­sætis­nefnd til­nefnir við kosningu í em­bættið, en ríkis­endur­skoðandi er kjörinn á þing­fundi.

Eftir­taldir sér­fræðingar skipa ráð­gjafar­nefndina: Þor­geir Ör­lygs­son, fyrr­verandi for­seti Hæsta­réttar, Katrín S. Óla­dóttir, sér­fræðingur í mann­auðs­málum og fram­kvæmda­stjóri Hag­vangs, og Stefán Svavars­son, lektor og lög­giltur endur­skoðandi. Starfs­maður nefndarinnar er Heið­rún Páls­dóttir, ritari for­seta Al­þingis.

Undir­nefnd for­sætis­nefndar og ráð­gjafar­nefndin starfa sam­kvæmt reglum sem for­sætis­nefnd hefur sett um gerð til­lögu við kosningu ríkis­endur­skoðanda og um­boðs­manns Al­þingis.