Tæp­lega fimm­tíu manns hafa sam­þykkt að gefa kost á sér í sæti á lista Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík fyrir næstu al­þingis­kosningar. Listi yfir þá sem hafa sam­þykkt að taka þátt verður birtur á morgun þegar ráð­gefandi skoðana­könnun flokks­manna hefst. Frétta­blaðið heyrði í nokkrum sem hafa sam­þykkt að gefa kost á sér og öðrum sem voru til­nefndir en neituðu að taka þátt eða eru enn að hugsa málið. Rósa Björk Brynjólfs­dóttir, sem gekk til liðs við þing­flokk Sam­fylkingarinnar í dag, er í hópi þeirra síðast­nefndu.

Sænska leiðin

Sam­fylkingar­fé­lagið í Reykja­vík á­kvað að efna ekki til próf­kjörs fyrir þing­kosningar á næsta ári heldur fara svo­kallaða sænska leið til að velja fólk á lista í Reykja­víkur­kjör­dæmunum. Hún felst í því að flokks­menn hafa sent inn til­lögur að fólki til að sitja á lista. Upp­stillingar­nefnd flokks­fé­lagsins hefur síðan haft sam­band við þetta fólk og kannað af­stöðu þess til til­nefningarinnar og hvort það hafi á­huga á fram­boði fyrir flokkinn. Alls voru 179 til­nefndir og hafa nú 47 sam­þykkt að gefa kost á sér. Þrír eru enn ó­á­kveðnir.

Á morgun opnast svo ráð­gefandi skoðana­könnun á netinu fyrir flokks­menn í Sam­fylkingar­fé­laginu í Reykja­vík. Með könnuninni fylgir listi yfir þá sem hafa verið til­nefndir og sam­þykkja að gefa kost á sér. Kosningin mun standa fram á há­degi næsta sunnu­dag. Í könnuninni velja flokks­menn allt að tíu ein­stak­linga sem þeir vilja sjá á lista. Upp­stillingar­nefnd flokksins mun síðan sjá hverjir fimm hlutu flest at­kvæði, svo hverjir fimm hlutu næst flest at­kvæði og svo fram­vegis. Nefndin fær þó ekki að sjá hvernig at­kvæðin röðuðust innan þessara flokka. Niðurstöðurnar mun nefndin hafa til hliðsjónar þegar hún raðar fólki á listana í febrúar á næsta ári.

Listi yfir þá sem hafa gefið kost á sér verður ekki birtur fyrr en opnast fyrir skoðana­könnunina á morgun. Það verður annað hvort í há­deginu eða klukkan fjögur. Frétta­blaðið hefur þó fengið stað­festingu á fram­boði nokkurra ein­stak­linga.

Hörð toppbarátta

Odd­vitar flokksins í Reykja­víkur­kjör­dæmunum, þing­mennirnir Helga Vala Helga­dóttir og Ágúst Ólafur Ágústs­son hafa bæði sam­þykkt að gefa kost á sér á lista.

Helga Vala og Ágúst Ólafur eru þingmenn sitt hvors Reykjavíkurkjördæmisins.
Fréttablaðið/Ernir/Anton Brink

Rósa Björk Brynjólfs­dóttir, fyrrum þing­maður Vinstri grænna sem gekk í þing­flokk Sam­fylkingarinnar í dag, var þá til­nefnd en í sam­tali við Frétta­blaðið segist hún enn ekki hafa tekið á­kvörðun um hvort hún ætli að sam­þykkja hana. Rósa Björk er þing­maður í Suð­vestur­kjör­dæmi í dag, og var odd­viti Vinstri grænna í því kjör­dæmi fyrir síðustu kosningar. Odd­viti Sam­fylkingarinnar í því kjör­dæmi er Guð­mundur Andri Thors­son. Ekki er ó­lík­legt að Rósa hugsi nú um hvort heilla­væn­legra sé fyrir hana að fara fram í Reykja­vík eða í kraganum.

Heimildir Frétta­blaðsins herma þá að þau þrjú sem hafi fengið lang­flestar til­nefningar frá flokks­mönnum hafi verið þing­mennirnir tveir í kjör­dæmunum, Ágúst Ólafur og Helga Vala, og Jóhanna Vig­dís Guð­munds­dóttir, fram­kvæmda­stjóri og vara­þing­maður Sam­fylkingarinnar. Hún hefur tekið sæti fyrir Ágúst Ólaf á þingi, síðast í byrjun árs 2019. Í sam­tali við Frétta­blaðið stað­festir hún að hún gefi kost á sér og segist sækjast eftir þing­sæti. Hún leggur á­herslu á mennta­mál, ný­sköpun og bar­áttuna gegn lofts­lags­breytingum.

Jóhanna segist sækjast eftir þingsæti.
Fréttablaðið/Valli

Heiða Björg hafnar tilnefningu

Heiða Björg Hilmis­dóttir, vara­for­maður Sam­fylkingarinnar og borgar­full­trúi, segist hafa hafnað til­nefningu. Að­spurð úti­lokar hún þó ekki fram­boð annars staðar á landinu: „Ég hef ekki viljað úti­­­loka neitt í mínum störfum fyrir flokkinn,“ segir hún.

Sig­ríður Ingi­björg Inga­dóttir, fyrrum þing­maður Sam­fylkingarinnar, hafnaði einnig til­nefningu en heimildir Frétta­blaðsins herma að báðar hafi þær fengið fjölda til­nefninga.

Ljóst er að til­gangur sænsku leiðinnar er að sleppa við þá hvim­leiðu valda­bar­áttu sem getur myndast innan flokka þegar barist er um efstu sætin í próf­kjöri. Þrátt fyrir þetta lýstu nokkrir því yfir í sam­tali við Frétta­blaðið að þeir sæktust eftir sæti ofar­lega á lista. Frétta­blaðið greindi frá því í gær að Krist­rún Frosta­dóttir, aðal­hag­fræðingur Kviku banka, og Jóhann Páll Jóhanns­son, fyrrum blaða­maður sem hefur starfað við ráð­gjöf fyrir þing­flokk Sam­fylkingarinnar, hefðu sam­þykkt að gefa kost á sér. Bæði eru þau til í að sitja ofar­lega á lista og reyna við að ná þing­sæti.

Eva H. Baldurs­dóttir, lög­maður og for­maður um­hverfis­hóps Sam­fylkingarinnar, stað­festir við Frétta­blaðið að hún sækist eftir sæti ofar­lega á lista. Hún vill komast inn á þing og leggur á­herslu á að hún vilji endur­hugsa öll kerfi landsins upp á nýtt svo þau nýtist öllum en ekki bara fjár­magns­eig­endum. Hún segist vera með rót­tækar hug­myndir í þeim efnum.

Eva segist vera með róttækar humgmyndir að nauðsynlegum kerfisbreytingum.
Fréttablaðið/Getty

Viðar Eggerts­son, leik­stjóri og stjórnar­með­limur Fé­lags eldri borgara í Reykja­vík, stað­festir við Frétta­blaðið að hann hafi sam­þykkt að gefa kost á sér. Hann segist stefna á þing­sæti þar sem hann vill koma mál­efnum eldri borgara að. Gunnar Alexander Ólafs­son heilsu­hag­fræðingur verður einnig val­kostur í skoðana­könnuninni og segist líka sækjast eftir þing­sæti. Al­dís Mjöll Geirs­dóttir, for­seti Norður­landa­ráðs æskunnar og fyrrum for­seti Lands­sam­taka ís­lenskra stúdenta, segist einnig sækjast eftir sæti ofar­lega á lista.

Viðar Eggertsson og Gunnar Alexander vilja báðir vera ofarlega á lista fyrir Samfylkinguna í Reykjavík.

Vara­borgar­full­trúi Sam­fylkingarinnar, Ellen Jacqueline Calmon, stað­festir við Frétta­blaðið að hún hafi gefið kost á sér en tók ekkert fram um hvort hún stefndi á að vera ofar­lega á lista. Björn Atli Davíðs­son lög­fræðingur hefur einnig sam­þykkt til­nefningu.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá sækist Guð­mundur Ingi Þór­odds­son, for­maður Af­stöðu, fé­lags fanga einnig eftir sæti á lista Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík.

Ungt fólk í Sam­fylkingunni hefur verið nokkuð á­berandi að undan­förnu og virðist mikill á­hugi fyrir pólitísku flokks­starfi meðal þeirra. Mikið af ungu fólki hefur sam­þykkt að fara fram en flest eiga þau það sam­eigin­legt að sækjast ekki endi­lega eftir þing­sæti. Ein­hverjir vilja þó sjá hvað kemur út úr skoðana­könnun næstu daga áður en þeir gefa nokkuð upp um það.

Fyrir utan Al­dísi Mjöll hafa þær Ragna Sigurðar­dóttir, borgar­full­trúi og for­seti Ungra jafnaðar­manna, og Alexandra Ýr van Erven, ný­kjörinn ritari Sam­fylkingarinnar, sam­þykkt að gefa kost á sér. Einnig hefur Viktor Stefáns­son, for­seti Hall­veigar, Ungra jafnaðar­manna í Reykja­vík, sam­þykkt til­nefningu sína og verður meðal þeirra sem skipa lista skoðana­könnunarinnar á morgun.

Ragna er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og forseti Ungra jafnaðarmanna.

Staðfestir frambjóðendur:

 • Aldís Mjöll Geirsdóttir, forseti Norðurlandaráðs æskunnar og fyrrum forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta
 • Alexandra Ýr van Erven, ritari Samfylkingarinnar
 • Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður
 • Björn Atli Davíðsson lögfræðingur
 • Ellen Jacqueline Calmon, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar
 • Eva H. Baldursdóttir, lögmaður og formaður umhverfishóps Samfylkingarinnar
 • Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu
 • Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur
 • Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður
 • Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrverandi blaðamaður
 • Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri
 • Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka
 • Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent á Bifröst og fyrrverandi rektor
 • Ragna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi og formaður Ungra jafnaðarmanna
 • Viktor Stefánsson, forseti Hallveigar, Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík
 • Viðar Eggertsson, leikstjóri og stjórnarmeðlimur Félags eldri borgara í Reykjavík