„Þessi fyrir­tæki vita allt um þig sem er mjög ógn­vekjandi til­hugsun,“ segir Breki Karls­son, for­maður Neyt­enda­sam­takanna, um hraða þróun raf­rænnar upp­lýsinga­söfnunar sem gangi kaupum og sölum hjá stór­fyrir­tækjum víðs­vegar um heim. Hann segir slíkar per­sónu­njósnir geti haft al­var­legar af­leiðingar.

„Þekkt dæmi um þetta er verslunar­keðjan Target í Banda­ríkjunum sem sendi 16 ára stúlku kort og óskaði henni til hamingju með að vera ó­létt. Pabbi hennar hringdi í fyrir­tækið alveg brjálaður og ætlaði að lög­sækja þá. Nokkrum dögum síðar hringir for­stjóri Target í manninn, sem þá var hinn ljúfasti. Eftir allt saman hafði Target rétt fyrir sér. Stúlkan var ó­létt,“ segir Breki, og bætir við að það ógn­væn­lega við þetta allt saman hafi verið að Target hafi vitað af þunguninni, á undan bæði fjöl­skyldunni og stúlkunni.

„Á­stæðan fyrir því að þetta kort var sent er sú, að stúlkan var með einhverskonar vildar­kort frá Target, sem safnaði upp­lýsingum um allt sem hún keypti. Og ef þú ert kona á barn­eignar­aldri og kaupir átta af tíu vörum sem Target hefur sett á á­kveðinn lista, þá gefa þeir sér það að við­komandi sé ó­létt,“ segir Breki.

Hann segir þessa þróun mjög hættu­lega, sér í lagi vegna um­ræðunnar í Banda­ríkjunum um bann við þungunar­rofi. „Í­myndaðu þér ef ein­hver myndi svo kaupa upp­lýsingar um allar þær konur sem Target telur að séu mögu­lega ó­léttar miðað við kaup­mynstur, og svo myndi við­komandi kaupa upp­lýsingar um þær sem fara í þungunar­rof á vissum stöðum. Þá væri hægt að segja með mikilli vissu að þær konur séu þá hugsan­lega að fremja lög­brot í þeim ríkjum sem banna þungunar­rof,“ segir Breki, og bætir við að þá sé staða komin upp sem minni um margt á banda­rísku þættina Hand­ma­ids Tale.

„Fólk er al­mennt ekki að gera sér grein fyrir getu þessarar gervi­greindar í dag,“ segir Breki.

Breki sótti ár­legan fund BEUC, sem eru regn­hlífar­sam­tök neyt­enda­sam­taka í Evrópu, á dögunum og segir að þar hafi mikið verið rætt um söfnun raf­rænna upp­lýsinga og netnjósnir. „Evrópsku neyt­enda­sam­tökin á­samt Evrópu­sam­bandinu, eru að reyna að koma í veg fyrir að hægt sé að safna slíkum upp­lýsingum og nota,“ segir hann