Lög­reglan á Suður­nesjum fann kóp í morgun en hún greinir frá þessu á Face­book síðunni sinni. „Þessi fal­legi kópur fannst í um­dæminu nú í morgun,“ skrifar lög­reglan.

„Móðir hans var hvergi sjáan­leg og var því haft sam­band við Hús­dýra­garðinn,“ segir enn­fremur.

„Krílinu verður komið í hendur starfs­manna Hús­dýra­garðsins. En þar mun hann fá þá hjálp sem hann þarf.“