Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður Eflingar segir stéttar­fé­lagið vera á fullu að á­kveða og fram­kvæma næstu skref í máli Ólafar Helgu Adolfs­dóttur. Ólöfu var sagt upp störfum í ágúst síðast­liðinn en hún var trúnaðar­maður hl­að­deildar Icelandair.

Icelandair hefur sagst vera ó­sam­mála túlkun Eflingar á efnis­at­riðum málsins, svo sem það að við­komandi starfs­maður hafi verið trúnaðar­maður þegar til upp­sagnar kom, eins og kom fram í svari fyrir­tækisins við fyrir­spurn Frétta­blaðsins á þriðju­dag.

Í við­tali við Morgun­blaðið sem birtist í morgun segir Ás­dís Ýr Péturs­dóttir, upp­lýsinga­full­trúi Icelandair, að fyrir­tækið hafi farið eftir lögum og kjara­samningum sem einnig eigi við um lög sem kveða um vernd trúnaðar­manna.

Skora á Icelandair að draga upp­sögnina til baka

„Þetta eru náttúru­lega bara al­gjör­lega frá­leitar full­yrðingar,“ segir Sól­veig Anna í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Eins og við höfum sagt, eins og Ólöf hefur sagt, og eins og gögn sýna fram á, þá var ekki að­eins full vit­neskja um það að Ólöf væri trúnaðar­maður heldur var svo mikil vit­neskja um það að fyrir­tækið var í sam­skiptum við hana sem slíkan,“ segir Sól­veig. „Hún var á­vörpuð sem trúnaðar­maður í þeim sam­skiptum og það eru tölvu­póstar sem sýna fram á það.“

Ólöf Helga Adolfsdóttir.
Fréttablaðið/Aðsend

Vinnu­­eftir­­litið hefur stað­­fest að Ólöf hafi verið skráð öryggis­­trúnaðar­­maður á þeim tíma sem henni var sagt upp.

Lögmaður Eflingar sendi Icelandair bréf, 1. og 13. september, þar sem skorað var á fyrirtækið að draga upp­sögn Ólafar til baka, sam­kvæmt vef­síðu stéttar­fé­lagsins. Þeim barst svar frá lög­manni Sam­taka at­vinnu­lífsins þar sem á­skoruninni var hafnað. Hlað­menn á Reykja­víkur­flug­velli sendu einnig sömu á­skorun á Boga Nils Boga­son for­stjóra Icelandair en hafa ekki fengið svar.

Margar leiðir færar

„Þessi bar­átta er rétt hafin,“ segir Sól­veig en sem stendur er stéttar­fé­lagið í mikilli vinnu við að á­kveða og hrinda af stað næstu skref.

„Við erum að vinna með tíma­línu að­gerða sem nær fram að því að málið verði tekið fyrir í fé­lags­dómi,“ segir Sól­veig. „Við munum halda á­fram að not­færa okkur þær leiðir sem eru mögu­legar fyrir okkur á þessum tíma­punkti til að vekja at­hygli á málinu. Þannig sköpum við þrýsting á Icelandair.“ Hún segir margar leiðir vera færar.

Þá segir Sól­veig að stéttar­fé­lagið sé einnig að horfa til stærstu hlut­hafa Icelandair og þeirra mark­miða og reglna sem þeir vinna eftir þegar kemur að á­byrgri fjár­festingu og sam­fé­lags­á­byrgð.

„Til dæmis Gildi, líf­eyris­sjóður Eflingar­fé­laga sem er einn stærsti hlut­hafi Icelandair. Þegar að Icelandair tapar málinu fyrir fé­lags­dómi, ætla þessir hlut­hafar þá að halda á­fram að eiga í fyrir­tæki sem fer fram með svo sví­virði­legum hætti gagn­vart starfs­fólki?“ spyr Sól­veig.