Nýjar samkomutakmarkanir hafa nú tekið gildi. Ríkis­lög­reglu­stjóri lýsti yfir neyðar­stigi al­manna­varna í sam­ráði við sótt­varna­lækni en mikil fjölgun smita undan­farna daga auka líkur á veldis­vexti.

Hér má finna lista yfir allar helstu breytingar:

Fjöldatakmarkanir

 • 20 manna almenn fjöldatakmörkun.
 • 30 manna hópar í framhalds- og háskólum.
 • 50 manna hámark í útförum.
 • 50 manna hámark í keppnisíþróttum með snertingu.
 • 100 manna hámark í tilteknum verslunum.
 • 100 manna hólf og grímuskylda í leikhúsum.
 • 100 manna rými fyrir áhorfendur á íþróttaleikjum utandyra.

Grímuskylda og lokanir

Krám, skemmtistöðum, spilasölum og líkamsræktarstöðvum verður lokað.

Sundlaugar verða áfram opnar en með þrengri fjöldatakmörkunum, eða 50 prósent af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi.

Ekki verður gert ráð fyrir áhorfendum á íþróttaviðburðum innandyra.

Ekki verða breytingar á starfsemi leik- og grunnskóla.

Eins metra regla verður áfram í gildi og grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð.

Undantekningar

 • Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum
 • Dómstólar þegar þeir fara með dómsvald sitt.
 • Viðbragðsaðilar, s.s. lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og heilbrigðisstarfsfólk er undanþegið fjöldatakmörkunum við störf sín.
 • Strætisvagnar eru undarskildir reglunni um 20 manna hámarksfjölda en grímuskylda er í gildi.