Fyrsti á­fangi há­marks­hraða­á­ætlunar Reykja­víkur­borgar er að koma til fram­kvæmda um þessar mundir en á­ætlunin var sam­þykkt í vor. Nú stendur yfir vinna við að endur­merkja og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða á nokkrum götum í borginni. Merkingarnar taka gildi jafn­óðum og þær koma upp.

Í til­kynningu frá borginni kemur fram að mark­mið há­marks­hraða­á­ætlunarinnar sé að stuðla að bættu um­ferðar­öryggi í Reykja­vík til að koma í veg fyrir al­var­leg slys á fólki í um­ferðinni. Nauð­syn­legt sé að draga úr um­ferðar­hraða til að ná því.

„Í þessum breytingum er lögð á­hersla á götur við leiðir barna til og frá skóla eða frí­stundum sem og götur þar sem er mikill fjöldi gangandi veg­far­enda. Í­búar hafa kallað eftir því að há­marks­hraði verði lækkaður í þeirra nær­um­hverfi. Lækkun hraða bætir öryggi, hljóð­vist og stuðlar að betri lífs­gæðum fyrir íbúa,“ segir í til­kynningunni en þar er einnig greint frá því til hvaða gatna breytingarnar ná til.

Þessar götur verða með há­marks­hraða 40 km/klst

 • Snorra­braut, milli Burkna­götu og Grettis­götu.
 • Fjall­konu­vegur, milli Gullin­brúar og Frosta­foldar.
 • Fjall­konu­vegur, milli Jökla­foldar og Halls­vegar.

Þessar götur verða með há­marks­hraða 30 km/klst

 • Snorra­braut, milli Grettis­götu og Sæ­brautar.
 • Borgar­tún, milli Snorra­brautar og Katrínar­túns.
 • Nóa­tún, milli Lauga­vegs og Borgar­túns.
 • Engja­teigur.
 • Lang­holts­vegur, milli Skeiðar­vogs og Sæ­brautar.
 • Álf­heimar.
 • Holta­vegur, milli Lang­holts­vegs og Sæ­brautar.
 • Stjörnu­gróf.
 • Selja­skógar, milli Grófar­sels og Hjalla­sels.
 • Bæjar­braut.
 • Rofa­bær, milli Hraun­bæjar og þrengingar austan Brúar­áss.
 • Bjalla­vað.
 • Ferju­vað.
 • Völundar­hús, milli Suður­húsa og Gagn­vegs til vesturs.
 • Langirimi, milli Halls­vegar og Fléttu­rima.
 • Mosa­vegur/Spöngin, milli Móa­vegar og Skóla­vegar.
 • Vegur norðan við Rauða­vatn á­samt veg­tengingu við Há­degis­móa, merkt II gata
  og Aðal­braut.
Mynd/Valli