Þingmenn breska þingsins skutu saman í kveðjugjöf fyrir Theresu May en hún stígur niður úr forsætisráðherrastólnum á morgun eftir þriggja ára setu. Gjöfin innihélt handtösku og hálsmen sem virðast sækja innblástur sinn í Margaret Thatcher en hún var þekkt fyrir að bera svipaða aukahluti.

Varaði við áætlun Boris Johnson

Í kveðjuræðu sinni óskaði May nýkjörnum forsætisráðherra, Boris Johnson, til hamingju með sigurinn í dag en brýndi þó fyrir þinginu að vanda vinnubrögð varðandi útgöngu úr Evrópusambandinu. Boris hefur lofað alþjóð að Bretland muni ganga úr Evrópusambandinu 31. október, sama hvort samningar hafi náðst eður ei.

Liberty taskan sem May hlaut í gjöf kostaði tæplega 100 þúsund íslenskar krónur
Hún fékk einnig Lalique hálsmen að andvirði 75 þúsund króna.